Úrval - 01.12.1978, Side 29
ENDURHÆFING GIGTARSJÚKLINGA 27
er því sem oft annars: framsækni með
varfærni, passlegt vægi hvorutveggja
álags og hvíldar.
í endurhæfingu er gripið til
notkunar hjálpartækja þegar um
annað þrýtur. Gigtarsjúklingar þurfa
öðrum fremur ýmisleg hjálpartæki.
Tilgangur þeirra og gerð er af ýmsu
tagi. Sumum er ætlað að auka færni,
öðrum að taka álag af liðamótum, en
öðrum að gera sjúkling hæfari til
starfa og svo framvegis. Hér er um
stóran vettvang hjálpartækja að ræða
sem nær til stuðningstækja, farar-
tækja, stoðtækja og færnisauka-
tækja. Þörfin fyrir sum þeirra er
augljós en gagnsemi annarra. verður
að prófa svo að víst sé hvað best henti
í reynd. Yfirleitt er mikil vinna að
baki slíkra prófana. Mestum erfiðleik-
um veldur samt útvegun tækjanna og
þó einkum kostnaður þeirra. Sum eru
dýr, önnur ódýr, sum þarf að búa sér-
staklega til fyrir hvern sjúkling,
önnur fást tilbúin að mestu eða öllu
leyti. Tryggingastofnun ríkisins hefur
sett sér reglur um þátttöku í kostnaði
hjálpartækja og greiðir sum að fullu,
önnur að hluta en nokkur ekki,
einkum þau sem talin eru ódýr. Það
er hins vegar algengt að gigtar-
sjúklingar þurfa mörg hjálpartæki svo
að greiðsluhluti sjúklingsins getur
samanlagt orðið talsverður. Þeir
þarfnast oft margra minni háttar
hjálpartækja sem hvert um sig er svo
ódýrt að Tryggingastofnuninni líst
ekki taka þvt að eiga aðild í
kostnaðinum, en samanlagt verð
þeirra getur orðið umtalsvert og
sjúklingum ofviða.
Það kemur fyrir að svo hagar til um
íbúð gigtarsjúklings að hann getur
ekki búið þar, komist um og bjargað
sér við lífsþurftir, sökum óhagræðis í
innréttingu, stiga eða annarra
torfæra. Húsnæðisaðstaðan kann að
skipta sköpum um það hvort
sjúklingurinn dvelur í heimahúsi eða
að öðmm kosti allt að varanlega á
sjúkrastofnun. Svo erfltt sem það
kann oft að reynast að fjármagna
hjálpartækin er hitt einatt erfiðara og
oft útilokað að fjármagna breytingar
á húsnæði, svo að gigtarsjúklingur
geti búið þar, eða fá nýtt húsnæði
ella. Tryggingastofnunin telur sér
ekki skylt að taka þátt I slíkum
kostnaði nema að takmörkuðu leyti
og þá í litlum mæli. Sveitarstjórnir
ekki heldur. Það gildir einu þótt
kostnaður slíkra húsnæðisbreytinga sé
aðeins brot af kostnaði langvarandi
vistunar á sjúkrastofnun. Hann er
ekki greiddur af því hann er ekki til
sem liður í sjúkratryggingakerfinu.
Dvalarkostnaður á sjúkrastofnun er
hins vegar til þar. Þetta er dæmi um
stríð kerfisins við sjálft sig.
Kosntaðarvandi hjálpartækja er
þannig í reynd aðeins leystur að hluta
til hér á landi sem stingur í stúf við
fyrirkomulag annarrar þátttöku í
sjúkrakostnaði samkvæmt almanna-
tryggingakerflnu. Hér er um að ræða
samræmingaratriði sem þarf að
komast á betri rekspöl. Það er verðugt
verkefni fyrir starfsmenn heilbrigðis-