Úrval - 01.07.1981, Page 47
45
Sovétmönnum hvað heilsuna snertir
og sígur stöðugt á ógæfuhlið. Tölur
þessu lútandi frá Sovét eru einstæðar
meðal iðnvæddra þjóða.
Segja má að í hverju einasta
þróuðu landi hafi ungbarnadauði
farið jafnt og þétt minnkandi síðasta
áratuginn. En í Sovétríkjunum hefur
hann aukist verulega á síðustu tíu ár-
um.
Á sama tíma hefur meðalævin, sem
almennt hefur lengst meðal
iðnvæddra þjóða, styst hvað snertir
sovéska karla, eða úr 66 árum 1971 í
63 ár nú.
Bandaríski læknirinn Julius B.
Richmond hefur sett fram þá tilgátu
að aukinn ungbarnadauði meðal
Sovétmanna geti verið vísbending um
verri næringu þjóðarinnar almennt,
ásamt skeytingarleysi kvenna sem láta
ekki af reykingum þótt þær séu þung-
aðar. Áfengisneysla Sovétmanna
hefur aukist hin síðari ár og grunur
leikur á að hún sé einn áhrifaríkasti
þátturinn til að stytta meðalævi
karla. Þar við bætist að framlög hins
opinbera í Sovétríkjunum til
heilbrigðismála hafa lækkað úr 6,6
prósent árið 1965 í 5,2 prósent árið
1978 og þetta getur líka átt sinn þátt
í aukinni dánartíðni.
Úr Washington Post
Nemendur sem ætluðu að læra rússnesku við Eckerd háskóla voru
kvíðnir þegar þeir mættu í fyrstu kennslustundina vegna þess að þeir
héldu að hún yrði erfið. Kennarinn snaraðist inn 1 kennslustofuna
ásamt hundi sínum. Áður en hann sagði nokkuð við nemendurna
skipaði hann hundinum á rússnesku að sitja, bíða, leggjast niður og
velta sér. Hundurinn hlýddi öllum skipununum.
„Lítið á hve rússneskan er auðveld,” sagði hann svo og sneri sér
að nemendunum. ,,Meira að segja hundur getur Iært hana.”
— R.B.
Ævintýraþyrstur náungi fékk að ríða ótömdum hesti berbakt. Ekki
leið á löngu þar til hann flaug af hestinum og meðvitundarlaus var
hann fluttur á heilaskurðlæknisdeild næsta sjúkrahúss.
Vinur hans, sem heimsótti hann næsta dag, spurði hvernig honum
liði.
„Ekki sem verst,” svaraði slasaði reiðmaðurinn. „Að lokum
uppfylli ég óskir föður míns. ’ ’
„Langaði hann til að þú riðir ótemju?”
, ,Nei, hann vildi alltaf að ég léti rannsaka á mér höfuðið. ’ ’