Úrval - 01.07.1981, Side 56
54
fjarlægð milli 220 og 250 þúsund vögl
árlega. Ósjaldan endurheimtir fólk
ekki góða sjón og þarf að ganga með
sterk gleraugu, oft + 10-13 diopt.
Fyrir tuttugu árum græddi
Fjodorov, í fyrsta sinn í sögu sovéskra
læknavísinda, gerviaugastein, sem
hann hafði sjálfur búið til, í manns-
auga. Skurðtæknin fullkomnaðist
með árunum og aðgerðin reyndist
mjög áhrifarík. ígræðsla gerviauga-
steins leiðir til þess að sjúklingurinn
endurheimtir sjónskerpuna fullkom-
lega í 95-96% tilfella. I 15% tilfella
sér sjúklingurinn raunverulega betur
heldur en áður en hann fékk vaglið.
Sjónnæmi gerviaugasteins er meira
en náttúrlegs augasteins en gagnsæi
hins síðarnefnda er raunar aðeins
65%. Og það fer smám saman
þverrandi, heimurinn verður æ
daufari, óskarpari. Á hinn bóginn,
segir dr. Fjodorov, ,,eru gerviauga-
steinar fullkomlega — 100% —
gagnsæir. Og þeir haldast það. Á
okkar sjúkrahúsi notum við aðeins
100-250 micron (1/1.000.000 úr
metra) þykka augasteina og 5 milli-
metra í þvermál, framleidda úr
hreinsuðu plasti í tilraunaverksmiðju
okkar. Slíkur augasteinn er aðeins
einn fertugasti af þyngd náttúriegs
augasteins og hefur meira sjón-
næmi.”
Skurðaðgerðin krefst ekki
sjúkrahúsvistar. Á tveimur til þrem
dögum hefur sjúklingurinn endur-
heimt fulla sjón. Margir sjúklingar
segja að þeir sjái greinilegar með
ÚRVAL
gerviaugasteini heldur en heil-
brigðum.
Gerviaugasteinar dr. Fjodorovs eru
kannski þeir léttustu í heimi og
meðal annars af þeirri ástæðu em þeir
keyptir af mörgum löndum, svo sem
Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi
og Frakklandi.
Nýjungar í meðferð gláku
Sérfræðingar á sjúkrahúsi dr.
Fjodorovs hafa rannsakað orsakir
gláku. Áður var álitið að þessi
ákaflega alvarlegi sjúkdómur
orsakaðist af hækkuðum þrýstingi inni
í auganu sem getur smám saman
leitt til blindu. Nákvæm rannsókn á
blóðrásinni í auganu hefur þó leitt í
ljós að gláku fylgja alvarlegar, eða
eins og læknar kalla það, ischemiskar
breytingar í framanverðu auganu eða,
með öðrum orðum, blóðstreymi til
þessa hluta augans er ekki nægilegt.
Þetta leiðir til nákvæmlega hins sama
og gerist við kransæðastíflu: æðarnar
stíflast, æðavefurinn harðnar og
springur og sár myndast. Þetta breytir
skyndilega vökvastreymi í auganu og
leiðir til hækkaðs innri þrýstings.
Slíkar breytingar er auðvelt að skrá
með nútíma tækni áður en
þrýstingurinn nær að komast á alvar-
legt stig. Þetta hefur gert það kleift
að greina gláku á frumstigi sem er
mikilvægt atriði í meðferð
sjúkdómsins.
Önnur jafnmikilvæg uppgötvun,
sem gerð var á rannsóknarstofnun-