Marx - 01.04.1944, Blaðsíða 4

Marx - 01.04.1944, Blaðsíða 4
- 4 - ÆSKULÝÐSFYLKINGIN. Felagar! í 5 ár hefur Æskulýðsfylkingin starfað í Reykjavík. Starf hennar hefur oftast verið geysilegum erfiðleikum bundið. Þrátt fyrir það hefur tekizt að halda félaginu starfandi og koma upp öflugum félagsskap. En felagsskapurinn þarf að efl- ast að miklum mun fra því, sem nú er. Nytt starfstímabil þarf að hefjast. Hver einasti æskumaður, er tileinkar ser sósíalískar skoðanir, á að vera virkur meðlimur í Æskulýðsfylkingunni, hann verður að vera meira en félagi að nafninu til, hann þarf að taka þátt í störfum félagsins. FÓlagið hefur svo mikið að starfa, að allir félagarnir verða að vinna í þágu þess. Aldrei hafa skilyrðin fyrir Æskulýðsfylking- una verið betri en nú, og þessi starfsskilyrði þarf að nota, ungir sósíalistar. Á hinum erfiðustu tímum tókst að leggja grundvöllinn að Æskulýðsfylkingunni, en nú, þegar tímarnir og skilyrðin eru betri, þarf að gera félagið það öflugt og víðtækt, að það nái tilgangi sínum. En hann er, aö verða allsherjarfelagsskapur reykvískrar æsku. Guðmundur J. Guðmundsson. Felagar! SKÖPUM NÝJAN HEIM. Viö ungir sósíalistar erum staddir a vegamotum. Við erum að leggja ut í lífið, þar sem við eigum eftir að heyja okkar barattu. Þar, sem okkar bíða ótal verkefni og örðugleikar. Við lifum á einhverjum þeim mestu örlagatímum, sem mannkynið ennþá hefur upp lif.o. Það er því ekki aðeins eðlilegt, heldur nauðsynlegt og sjálfsagt, að við gefum gaum að því, sem er að gerast í kring um okkur. Því aðeins getum við upp- fyllt þter kröfur, sem lífið hlýtur að gera til okkar. Við búum í lyðræðislandi, eða svo er okkur sagt. í landi, þar sem allir þegnar þjóðfélagsins eiga að hafa jafnan rétt til að njóta gæða lífsins. En þrátt fyrir þetta hlytur okkur að finnast, að. við seum daand til að lifa við viss skilyrði. ÞÓ við buþm yfir einhverjum hæfileikum, þa er næstum því utilokað, að við faum að þroska þá svo, að þeir geti fengið að njota sín. En aðrir geta með nogu miklum tíma og peningum gengið á hvaða skóla, sem þeim þoknast, og komist í hverja þa stöðu þjóðfelagsins, sem þa lystir, jafnvel þo hæfileikar seu alls ekki fyrir hendi. En hver er svo astæðan fyrir þessu? Aðalastæðan er su, að við erum svo oheppin að tilheyra alþyðustettmm, sem öldum saman hefur orðið að ala börn sín upp við fátækt og fáfræði. En hvað hefur svo alþyðan unnið til sakar? Hvers vegna er hun í flestum löndum heimsins

x

Marx

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Marx
https://timarit.is/publication/1907

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.