Marx - 01.04.1944, Page 8

Marx - 01.04.1944, Page 8
8 í þeirri baráttu. Það veltur á okkur að meira eða minna leyti, hvernig Sosíalistaflokknum reiðir af a komandi árum, eftir að þeir, sem nú standa fremstir, eru fallnir frá. Hvernig getum við þa bezt búið okkur undir að rækja okkar mikla hlutverk? Því er auðsvarað, Við getum það aðeins með einu móti og það er að standa sem fastast um okkar fólagsskap og gera hann að öflugustu og bezt skipulögðu æskulýðshreyfingu landsins, sem veitir meðlimum sínum þá fræðslu, sem í hans valdi stendur. Munið: Hver einasti meðlimur .2.F. a að vera sístarfandi áróðursmiðstöð fyrir stefnuna. Halldór B. Stefánsson. 1. M A í. FÓlagar.’ FTÚ nalgast óðum dagur verkalýðsins. Það er tiltölulega stutt síðan alþýð- an á íslandi for að halda upp á þennan dag. Fyrst í stað voru hátxðahöldin 1. maí fremur famenn og klofin. En þetta hefur stöðugt verið að breytas.t, og nú er svo komið, að aldrei safnast annar eins mannfjöldi út a götur Reykjavíkur og þennan dag, þegar verkalýðsfelögin efna til hátíðahalda. Einkum hefur þó þessi breyting orðið á síðastliðnum arum. En það, sem mest er um vert, er það, að nú hefur verkalýðurinn a öllu land- inu safnast saman í eina órjúfanlega heild undir forustu Alþýðusambands íslands. Enginn vafi er á því, að hin mikla atvinna, sem verkafólk hefur haft að undanförnu, hefur att sinn þatt í því að auka svo hátíðahöldin 1. max, sem orðið er. Það er vitað, að meðan atvinnuleysi var, gat margt af því fólki, sem atvinnu hafði, ekki farið í kröfugöngu 1. maí af hættu við að missa atvinnuna. Vegna hinnar nægu atvinnu hefur slíkt sem þetta ekki þekkzt nú um nokkurn tíma. En nú er svo komið, að við getum ekki lengur lokað augunum fyrir þeirri hættu, að atvinnuskortur fari aftur að gera vart við sig. Ekki er hægt að taka a moti slíku með öðru en því, að verkalyðurinn fylki ser sem fastast saman og láti engan bilbug á sór finna. Þess vegna er það nauðsynlegt, að kröfugangan 1. maí n.k. verði stærri og glæsilegri en nokkru sinni aður. Og það mun hun verða. G. "MARX". Útgefandi .fskulýðsfylkingin í Reykjavík, fólag ungra sósíalista. - Ritstjóri: Gísli Halldórsson. - Blaðið fæst á skrifstofu ,Æ.F.R. og kostar þetta hefti kr. 1,50. Utanáskrift blaðsins er: FÓlagsblað Æ.F.R., "MARX", Skólavörðustíg 19, Reykjavík.

x

Marx

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Marx
https://timarit.is/publication/1907

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.