Marx - 01.04.1944, Blaðsíða 7

Marx - 01.04.1944, Blaðsíða 7
7 Takmarkið næst þannig. Frjáls þjóð. Óháðir einstaklingar. Bændur flytji á hyggileg svæði, hætti hokri á harðbala heiðarkotum. Sjomenn fai ny skip, sem auki öryggi þeirra og þæg- indi við hin erfiðu og áhættusömu störf. Verkamaðurinn beri arð í hlutfalli við auð þann, er vinna hans skapar þjóðinni. Æskumaðurinn fai lært það, sem hann er hæfast- ur til. Konur fai frelsi a við karlmenn. Auðlindir landsins sóu nýttar til hins ytrasta og þjoðarheildin fai arðsins notið, en ekki einstakir menn, sem hafa s'olsað undir sig fjármagn fjöldans. Sosíalistar fyrirlíta alla óreglu og óhóf. Við viljum umskapa hið rotna skipulag. Við krefjumst þess, að alþyða manna verði á hverjum tíma það vel menntuð, að hún sjai hin sjúku tré, er ekki lengur bera avöxt og se þess reiðubúin að rífa þau upp með rótum. Æskufolk’ Kynnið ykkur til hlítar allt, sem kemur sósíalistum við. Gerið ykkur það ljóst, að æskan er framtíðin og stefna framtíðarinnar er sósíalismi. Gangið í Æ. F.R. og takið að ykkur störf. Æskufólk! Verið a verði og ávalt reiðubúin að leysa þau verkefni af hendi, sem vor hugsjon krefst f þágu frelsis- og mannrettindabaráttu hinna undirokuðu. 19. apríl 1944 Boas Emils. Felagar.' VIB ERUM ÞAE, SEM KOMA SKAL. Nu er vorið, tími gróandans, enn einu sinni komið til okkar. Venjulega hefur þó vorið ekki verið tími athafnanna hja okkur. Menn hafa verið þreyttir eftir vetrarstar'fið og mikill hluti felaganna hefur horfið hingað og þangað út um land í atvinnu og þeir, sem í bænum hafa verið, hafa haft það rólegt yfir sumarið. Menn segJa> að fólk verði að fa hvíld frá félagsstörfum yfir sumarið. Vera má, að þetta / / f f se rett að einhverju leyti, en þo hygg eg, að betra væri, að Fylkingin breytti starf- semi sinni að meiru eða minna leyti, t.d. með bví að halda oftar dansleiki og fara í utilegur. Þetta myndi halda felbgunum betur við efnið. Eg get ekki varist þeirri hugsun, að einmitt bak við þessa sumarhvíld leynist hja sumum okkar sá stórskaðlegi hugsunarháttur, sem virðist hafa gripið nokkuð um sig í Fylkingunni eftir hina miklu sigra flokksins í seinustu kosningum, að við værum alveg öruggir uin sigur og þyrftum ekki að leggja eins hart að okkur og áður. Þetta er mesti misskilningur, þv£ eftir því, sem nær dregur urslitastigi baráttunnar, því harðari verður hun. Við verðum að gera okkur það ljóst, að andstæðingar okkar eru feikna sterk- ir, sterkari heldiir en við. Þeir ráða yfir margföldum blaðakosti á við okkur og þeir hafa fullan hug á því að kveða okkur niður og munu beita fullkomnu vægðarleysi

x

Marx

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Marx
https://timarit.is/publication/1907

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.