17. júní - 17.06.1945, Síða 4

17. júní - 17.06.1945, Síða 4
2 vekja og vernda andann og ylinn frá 17. júní. Það vill vekja sem mest samskipti og ankna kynningu hinna sundurskornu byggðarlaga á Vestfjörðum. Dtgefandi þess treystir því, að aukin samskipti muni margt gott af sér leiða, mörgum misskilningi verði eytt, en afl og þor aukist með vaxandi kynningu til framkvæmda, sem nauðsynlegar eru og efla almennings hag, á því svæði sem þær ná til. Eins og nú horfir við má tclja raforkuvirkj un með rafveitum til allra byggðarlaga á Vestfjörðum sjálf- kjörið fyrsta samciginlegt verkefni Vestfirðinga. Það verkefni felur í sér fyrirheit um aukna velsæld og mikla möguleika margháttaðra framkvæmda. Vort lán býr í oss sjálfum, sagði þjóðskáldið Stein- grímur Thorsteinsson. Öll verðum við að Ieggja hönd á plóginn, svo að framtiðarlán okkar sjálfra og niðja okkar verði sem mest og öruggast. Það er skylda okkar við lífið, við landið og ættbyggðir okkar. Það er skylda okkar við andann frá 17. júní, minningu foringjans fræga og forsetans ógleymanlega, Jóns Sig- urðssonar. í anda hans eigum við að magna sigurfull og þakkai’gjöld nýi’ra, hetri og bjartari tíma, sem kalla á sameiginlega krafta okkar allra, láta hvern og einn leggja fram allt það bezta, sem hugurinn, höndin og hjartað geta í té látið. Þegar svo er komið er framtiðin örugg. Þá skín sól of tinda og sól i sali, signuð sigursól minninganna og sigursins 17. júni. Andi þessa dags þarf sífellt að Ij’sa framtíðai’veginn. Baráttuþrek og kjarkur þeii’ra, sem fremstir stóðu og mest fórnuðu, þarf að vera leiðax’- stjarnan, og þetta rit vill leggja hróðurhönd í byggingu fi’amtiðar, sem möi’kuð og mótuð er áhrifum og baráttu 17. júní. Arngr. Fr. Bjarnason.

x

17. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.