17. júní - 17.06.1945, Blaðsíða 7

17. júní - 17.06.1945, Blaðsíða 7
5 Hafið skapar víðfeðma sjóndeildarhring, þar skyggja engin fjöll. Þao herðir og stælir. Fjöllin sýna tign og festu; hamrarnir traust og glæsileik; firðir og dalir vinarhlýju, mjúkar móðurhendur. Hin andlega sjón hefur sig upp yfir fjöllin, upp úr hversdagsleikanum. Miðar ekki eingöngu við líðandi stund, ekki við eigin- hagsmuni einstaklinga, stétta eða flokka, heldur al- mennings hag. Hún skilur og veit að stríðið er hart, haráttan þreytandi og seinleg, en fjöllin, núparnir, nesin benda og tala sínu hljóða máli: Við stöndum af okkur hretviðrin, hamramma storma og fáum í sigur- laun brosandi sóldaga. Kvöld og komandi morgun hnýta þeir geislaband um höfuð vort. Þetta er boðorð- ið, kenningin til þeirra, sem eldana kynda, Framundan er bjart. Sú birta er ávöxtur drengskapar og dáða ágætra manna og kvenna, sem börðust fyrir frelsi, jafn- rétti og bræðralagi. Stundum fremur rak en gekk. En dropinn liolar steininn. Hin aljjckkta seigla Vestfirð- ingsins hélt kynstofninum við og baráttunni áfram. Svo fór að ganga betur, lífskjörin urðu jafnari, og ör- lítið munaði á farsældarleið. Nú er það ökkar — og einkum æskulýðsins — að auka birtuna yfir dölum, fjörðum, víkum og vogum. Láta hina sólheiðu júnídaga verma og lauga sál fólksins. Góð regla: Leggðu aldrei jjyngri byrðar á aðra, en jni ert fús lil að bera sjálfur.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.