17. júní - 17.06.1945, Page 16
14
]>að sigla sinn sjó. En eigi viðunandi lausn að fást,
þurfa allir velunnarar þess að taka höndum saman, til
þess að koma því í höfn.
Félagsmenn „Bylgjunnar“ hafa ávallt haft mikinn
áhuga fyrir aukinni menntun stéttar sinnar, enda er
þeim full-ljóst, hver nauðsyn það er þessu byggðarlagi,
að uppvaxandi æskulýður cigi þess kost að njóta full-
kominnar menntunar í þeim fræðum, sem eru megin
stoðir alls athafnalífs hér í bænum, sem og öllum
fjórðungnum. Sú staðreynd blasir við, að megin þorri
þeirra ungmenna, sem sækir langt nám í fjarlæg og
stærri byggðarlög, eru að mestu leyti horfnir æsku-
stöðvunum. Að Hér sé rétt með farið sést greinilega á
])ví að verulegur hluti sunnlenzkra skipstjóra eru Vest-
firðingar, sem sótt hafa nám suður á land“.
Bj örgunarskútumálið.
Mikið starf er nú unnið i slysavarnasveitum bæjar-
ins til eflingar björgunarskútusjóði. Má vænta, að strax
og umróti styrj aldarinnar léttir, verði hafin samfeld
átök til smíði og reksturs björgunarskútu, sem starfi
aðallega við Vestfirði, en annar staðar þegar sérstakar
þarfir kalla að. Kvennadeild Slysavarnafélagsins hér
hefir verið mjög athafnasöm i björgunarskútumálinu,
og víst er að vestfirzkar konur ætla sér að leiða þetta
mál til farsællegra lykta áður en langt líður.