17. júní - 17.06.1945, Síða 18

17. júní - 17.06.1945, Síða 18
16 þann ávöxt trúa þeir. Það er gjaldmiðill, sem velta má milli handanna, og taka til hvenær sem á þarf að halda. Það er hverjum einum nauðsynlegt að hafa góða gát efnalegrar afkomu sinnar, en það er ekki síður nauð- synlegt, að gæta andlegrar afkomu sinnar. Maðurinn cr sál og líkami. Fyrir hvorutveggja þarf að sjá, ef vel á að fara, og styrkleiki andans er mikilsverðari en styrk- leiki líkamans. Lítir þú í kring um þig, ungi sveinn eða meyja, muntu fljótt sjá dæmi af samferðafólkinu sem eldra er, að sá, sem trúað hefir á hugsjónirnar og barizt fyrir þær, hefir lifað fegurst og fullkomnast. Sá eða sú hefir ekki einungis lifað sínu lífi glæsilegast heldur gert líf fjölda annara manna fegurra, frjálsara, glaðara. Fá okkar erum gædd þeim krafti, að við getum kveikt stórar hugsjónir, og staðið í fylkingarbrjósti þeim til sóknar og varnar, en öll getum við verið liðs- menn þeirra hugsjóna, sem miða að fegurri og frjáls- ari veröld, nýj um tíma, sem viðurkennir að réttur þess smáa. eða fátæka vigti jafn mikið og réttur þess stóra og ríka. Þegar sá tími kemur er sigrinum náð. Þá fá hug- sjónirnar völdin og auðurinn sitt afmarkaða sæti, og ckkert þar fram yfir. — Svo mikill er máttur hins andlega arfs og auðs, a.ð honum getur ekki ryð grandað. Hann ávaxtar sig alla tíma, og gildi hans vex með hverjum degi scm frá líður.

x

17. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.