Stjörnur - 01.12.1945, Side 3
5T”]ÖRnUR
1. tölublað Desember 1945 ■ 1. árgangur
Til lesenda
Kvikmyndablaðið „Stjömur", sem hér kemur fyrir
almenningssjónir, er fyrsda kvikmyndablað, er út kem-
ur hér á landi. Megin tilgangurinn með útgáfu þess
er sá, að auka nokkuð þau litlu kynni, sem íslenzkir
kvikmyndagestir hafa af ýmsum þeim stjörnum, er
skært ljóma á kvikmyndahimninum, svo og því öðru,
er varðar kvikmyndir, framleiðslu þeirra og flutning.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kvikmynda-
listin hefir rutt sér til rúms vítt um heim og náð æ
sterkari tökum á hugum þjóðanna. Hér á landi hefir
þróun í þessa átt eflzt mjög hin síðari ár. Þannig
hafa kvikmyndir á tiltölulega fáum árum hafizt i
þann sess, er þær nú skipa í íslenzku þjóðlífi, þ. e.
orðið verulegur þáttur í skemmtanalífi íslenzkra
manna og kvenna, þeirra, sem í þéttbýli búa, og þó
einkum unga fólksins. Með bættum skilyrðum og auk-
inni tækni til framleiðslu kvikmynda, svo og til sýn-
inga þeirra, fylla æ fleiri þann flokk, er telur góða
kvikmynd hina beztu skemmtun og eygir einnig
glögglega þá menningarstrauma, er hún í mörgu tilliti
færir með sér. Víða um heim, þar sem kvikmyndir
eru þekktar, starfa tímarit, er hafa þann tilgang að
brúa bilið milli þeirra, sem byggja upp kvikmynd-
ina, lifa og hrærast á fæðingarstað hennar, og svo
hinna, er njóta ávaxtanna af starfi þeirra, kvikmynda-
gestanna. Hér hjá okkur á viðleitni í þessa átt engan
starfsvettvang, en með útgáfu blaðs þessa er gerð
tilraun til úrbóta í því efni.
Allir ættu að gera sér ljóst, að menn þeir og
konur, sem á hendi hafa hin ýmsu hlutverk kvikmynd-
anna, eru listamenn, misjafnlega miklir eins og geng-
ur. Þeir, sem fram úr -skara á einhvern hátt, skapa
sér hróður um heim allan, verða dáðir og mjög um-
talaðir meðal allra, er á kvikmyndir horfa. Kynni
okkar af þessum listamönnum eru að vonum lítil, og
' AUDSSOKASAFn'
I..M: LG00 87
|__ÍS L A.'JlJb
að því er frá snýr leik þeirra í kvikmyndunum, nær
engin. Mun þó margan fýsa að kynnast þeirri hlið,
kynnast manninum sjálfum, uppruna hans, fyrri æfi
og för hans þá bröttu braut, er liggur til alheims-
frægðar. Þetta atriði munu „Stjörnur" hafa í huga
og gera þau skil, sem unnt verður.
Auk kynningar ýmissa kvikmyndaleikara mun blað-
ið birta nýjar fréttir, er því munu ávallt berast beint
frá vöggu kvikmyndanna, Hollywood. Kvikmynda-
húsin í Reykjavík munu kynna nýjar myndir, er þau
taka til sýninga. Ymislegt annað efni mun fram koma
eftir því, sem ástæður verða til á hverjum tíma.
Okkur, sem að útgáfu blaðsins stöndum, er ljóst,
að ýmsu mun ábótavant og margt þarf að laga. Við
vitum um örðugleika þá, er jafnan gera vart við sig
í byrjun. En við munum yfirstíga þá örðugleika, og
til þess mun reynslan hjálpa okkur. Við væntum
skilnings og velvildar lesenda, en lofum í staðinn ein-
dreginni viðleitni til að gera þá ánægða, og með ein-
lægri ósk um að það megi takast hefja „Stjörnur"
göngu sína.
Útgefendur.
Bing Crosby
Paramount-
stjarna
STJÖRNUR 3