Stjörnur - 01.12.1945, Page 4

Stjörnur - 01.12.1945, Page 4
20th CENTURY-FOX Tyrone Power Eftir Harry Brand Við vitum ekki nákvæmlega hvaða átök það kostar að byggja upp list eins manns. Hitt vitum við, að engum er fært að ná frægð, án þess að vinna til henn- ar, verða fyrir ýmsum óhöppum og yfirvinna þá erfið- leika, sem verða á veginum. Fáir munu þeir kvikmyndagestir, sém ekki þekkja Tyrone Power, hinn glæsilega mann, sem árum saman hefir notið aðdáunar og hylli milljóna manna og kvenna — og þó einkum kvenna. Þeir, sem orðið hafa þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Tyrone persónulega, tala mikið um fegurð hans og sérstakt jafnvægi. Hann hefur það viðmót, þá menntun og það útlit, sem kvikmyndaframleið- endur og stjórnendur sífellt sækjast eftir. Hann heillar alla með alúð, einlægum áhuga og hann hefir þann sérstaka hæfileika að gefa samræðum feikandi líf. Ættir Tyrone eru gamlar og góðar í báða liði. Flestir úr föðurætt hans eru grafnir í Irlandi og Englandi, en móðurættin hefir dvalið í Frakklandi og í Ameríku. Til eru menn, sem örlögin fá aldrei haldið niðri. Slíkir menn sækja jafnan fram og taka við því bezta, sem heimurinn hefir að bjóða. En árangur slíkrar baráttu kemur ekki í ljós, nema að hugrekki sé fyrir höndum —. vilji til að berjast og halda' baráttunni áfram, hvað svart sem útlitið virðist vera. Þannig er Tyrone Power og um það munuð þér sannfærast, er þér lesið eftirfarandi æfiágrip. Tyrone Power er hinn þriðji sinnar ættar, sem ber þetta nafn. Hinn fyrsti var langafi h'ans, sem skírður var eftir héraðinu Tyrone, heimkynni Powerfjölskyld- unnar. Sonur hans, Harold Power, nefndi einkason sinn Tyrone, en hans sonur er kvikmyndaleikarinn mikli, sá er þessi þáttur fjallar um. Móðir Tyrone, Patia Power, fæddist í Indianapolis, Indiana. Hún er óvenjulega fögur kona og gáfuð. Rödd hennar er af gagnrýnendum talin ein hinna áhrifamestu, en um leið einhver hin mýksta, sem heyrist á leiksviði og í útvarpi. Frá móður sinni hefir Tyrone sín fögru augu og hið alþekkta bros, en þessir eiginleikar móðurinnar eru meðal hinna auðsæustu einkenna sonarins. Tyrone Power, hinn þriðji, fæddist á yndislegum vordegi, 5. maí, 1914 — kl. hálf sex að kveldi. — For- eldrar hans höfðu um langt skeið stundað leikstarf- semi og höfðu þar getið sér mikla frægð. Nokkru eftir fæðingu drengsins hófu þau leikstarf að nýju, fyrst í New York, en er barnið var eins árs, fluttust þau til Hollywood. Nokkrum mánuðum seinna fæddist systir Tyrone, Ann, en hún er nú frú Feslie Tyrer og á heima í Honolulu. Ekki voru þau þó lengi í Hollywood, en fluttust aftur til New York og stofn- settu þar heimili. Til 7 ár-a aldurs var Tyrone heldur pasturslítill, og fyrir þá sök fór ’móðir hans með hann og systur hans til Californíu. Þau settust að í San Diego. Móðir Tyrone vann við ameríska Rauða Krossinn og leysti þar mikið starf af höndum. A meðan átti Tyrone litli góða daga, lék sér með systur sinni á sendinni sjávarströndinni, umvafinn sól og heilnæmu lofti. Þegar frú Power hafði lokið starfi sínu í Rauða Krossinum og hlotið fyrir það alþjóðar-viðurkenn- 4 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.