Stjörnur - 01.12.1945, Síða 7

Stjörnur - 01.12.1945, Síða 7
WARNER BROS Cali- Los- Hin heppna og fagra Smith Alexis Smith er fædd í Canada, en fluttist með foreldrum sínum til Hollywood, þegar hún var fimm ára. Hér er æfisaga hennar í stuttu máli: 10 ára. Þá var hún álitin sérstök í píanóleik sínum. 11 ára. Bætti söng og dansi við list sína. 13 ára. Sýndi listdans í hinu fræga skemmti- húsi, „Hollywood Bowl“. 16 ára. Vann fegurðarsamkeppni fiorníu. 17 ára. Stundaði leiklistarnám Angeles háskólanum. 19 ára. Agætur leikari. 20 ára. Mikil kvikmyndastjarna. Faðir Alexis var gullgrafari í Canada, afi hennar gróf eftir gulli í Afríku og langafi hennar gróf eftir því sama i Alaska. Sjálf grefur hún í Hollywood og finnur gnótt. Samt lifir hún sparlega og segir, að peningar geti komið sér vel seinna. Alexis segir, að steik sé uppáhaldsmatur sinn. Skauta og badminton íþróttaiðkanir eru aðal tómstundavinna hennar, en mest þykir henni gaman að horfa á fótbolta. Hún segist trúa þvi, að fólk geti verið bæði heppið og óheppið. Eiginmaður Alexis heitir Graig Stevens og giftu þau sig 1944, eftir að hann hafði fengið undan- þágu frá herþjónustu. — Alexis er fædd 8. júní 1921, vegur 114 pund, er 168 cm. á hæð, ljóshærð og með fallega blá augu. STJÖRNUR 7

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.