Stjörnur - 01.12.1945, Page 9

Stjörnur - 01.12.1945, Page 9
20ch Centure-Fox f Kynnsst Gregory Peck Hann œtlaði að verða læ\nir, en varð heims- frægur lei\ari á s\ömmum tíma. Jafnvel hin vandláta Hollywood fann það og íbúar borgarinnar töl- uðu um það með hrifningu — hinn stóri, dökkeygi ungi maður er hinn fyrsti þar í borg til að gera samning við fjögur félög í einu. Hann lofaði að leika í tólf myndum á skömmum tíma. Allir vildu fá Gregory Pec\. Það þarf mikla hæfileika til þess að verða heimsfrægur leikari á svip- stundu, en Gregory hafði þá hæfi- l'eika. Hann hafði ekki langa æf- ingu á leiksviðinu áður en hann varð að stjörnu í Hollywood, en það varð hann, er hann lék á móti Tamara Toumanova í „Days of Glory“. Þegar Gregory var við nám í háskólanum, komu leikarahæfileikar hans greinilega í ljós og það sá hann sjálfur. Þess vegna fór hann til New York árið 1939 og leitaði á náðir vinar föður síns, sem sá strax að það var eitthvað það 1 fari þessa þriggja álna slána, sem öllum konum hlyti að geðjast vel að, enda varð sú raunin. Gregory komst þó ekki undir eins á leiksviðið. Fyrst varð hann „kallari" fyrir utan leikhús eitt og sjálfur hefur hann sagt, að á því hafi hann æft röddina hvað bezt. Loks komst Gregory svo í leikhlutverk og eftir það var leiðin auðveld, því að „hann er fæddur til að leika“ eins og vinir hans segja stundum. Kona Gregory heitir Greta og er af finnskum ætt- um. Þau eiga lítið hús á fallegri hæð fyrir ofan Hollywood. Engin börn eiga þau, en halda mikið upp á hvítan hund og bröndóttan kött, sem þau eiga. Síð- asta myndin, sem Gregory lék í heitir „Lyklar Himnaríkis“ (Keys of the Kingdom) og eru allir kvikmyndagagnrýnendur sammála um að hon- um hafi aldrei tekist betur. Hann er enn að auka frægð sína. STJÖRNUR 9

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.