Stjörnur - 01.12.1945, Side 13
Fréf-f-arifrari
vor skrifar . . .
Hollywood 5. des. Já, og það er alveg satt. — Nora
Eddington (kona Eroll Flynn) hefur verið prófuð,
og það er mjög mikil ástæða til að halda að innan
skamms fáum við að sjá hana á tjaldinu. Og því ekki
það — hún er sérstaklega falleg og hún myndast svo
vel að slíks eru fá dæmi.
#
# #
Þegar Betty Grable var lítil stúlka, var hún kölluð
„Ruth“. Hér um daginn var hún köliuð þessu ágæta
nafni, en þá brást 'hún reið við og sagðist hata
nafnið . . . Betty hefur engan einkaritara og labbar
sjálf í bankann með aurana sína, án þess jafnvel að
tala við fjármálaráðunaut sinn . . . Hún notar sjaldan
sama lit af varalit meira en einu sinni, en gerir
allt af nýjar tilraunir í hvert sinn, sem hún býr sig
um . . . Henni þykir mest varið í að sofa í rauðlitum
náttfötum.
#
# #
Enginn hafði haldið að Helmut Dantine mundi
slá Frank Sinatra út og hafa stúlkurnar sveimandi í
kring um sig, þegar hann kæmi fram opinberlega í
New York, en það er nákvæmlega það, sem gerðist.
Helmut, sem virðist bara vera venjulegur ungur
maður hérna vesturfrá, var sannarlega ekki líklegur
til að yfirvinna stúlkurnar. En hvað gerði ’ann ekki!
#
# #
Joan Crawford, sem er stjarna hjá Warner Bros.,
hefur átt heima í sama litla húsinu sínu alltaf síðan
hún byrjaði að leika í kvikmyndum. Húsið er talið
mjög yndislegt.
#
# #
Susan Peters’ hefur verið talsvert veik undanfarið,
en læknar hafa von um að hún nái sér bráðlega.
#
# #
Bonita Granville er enn að undrast yfir því, hver
hafi sagt útvarpsþulinum að hún ætlaði að giftast á
næstunni. Það merkilegasta er, að Bonita hefur aldrei
heyrt mannsins getið, sem átti að verða hinn ham-
ingjusami.
#
# #
Barbara Huttan hefur verið að fara einkennilega
mikið út með Bhil Reed, en á sama tíma fer hinn
fyrrverandi eiginmaður Barböru, Carry Grant, dálítið
oft á skemmtigöngu með Betty Hensel.
#
* #
Ný ást. Robert Arthur og Wanda Hendrix fara
um allar trissur og gera eitt og annað sér til gam-
ans. Þetta ráðslag er þó fullkomlega samþykkt af
foreldrum beggja.
#
# #
Einhver mesti kunningsskapur, sem talað er um í
Hollywood, er þessi á milli Lana Turner og Frankie
Sinatra. Þau kynntust, þegar Lana var að leika með
Tommy Dorsey, sem þá var húsbóndi Frankie. En nú
er Lana bara gift Steve Crane, og nú verða þau þrjú,
— Lana, Steve og Frankie — að skemmta sér saman.
Þetta sýnist allt ganga ákaflega vel.
#
# #
Frá því í september í haust hefur Betty Grable
fengið hvorki meira né minna en 3,215 bréf. Flest af
bréfunum hafa verið beiðnir um eiginhandarskrift
Betty.
Eitthvert merkilegasta bréfið var frá náunga, sem
heitir W. L. Fergus og á heima í Ulinois. Hann sendi
beiðni um skrift Betty í umslagi, en í staðinn fyrir að
skrifa utan á nafn og heimili, eins og flest venjulegt
fólk gerir, þá setti hann blaðamynd af Betta Grable.
Póstmennirnir gátu ekki gert bréfið afturreka á þeim
röksemdum að „heimilisfang væri óþekkt“. Bréfið
komst beint til móttakanda og hún sendi nafn sitt til
W. L. Fergus með mestu ánægju.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAGIÐ „STJÖRNUSKIN'
UTANÁSKRIFT BLAÐSINS:
KVIKMYNDABLAÐIÐ „STJÖRNUR"
BALDURSGÖTU 36, REYKJAVÍK.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F.
STJÖRNUR 13