Stjörnur - 15.05.1947, Side 4

Stjörnur - 15.05.1947, Side 4
Gatnanlei/^jagoðið Vincent Price Vincent Price hefur eldlegan áhuga á mörgu, og þar á meðal því að leika. Þess vegna fyrirgefst honum allt annað. Tveir náungar stóðu utan við leik'húsið í Beverly Hills, gremjulegir á svipinn. „Sko!“ sagði annar þeirra, augsýnilega við. litlu, grannvöxnu konuna og fjörlega, 6 ára drenginn, sem biðu þarna rétt hjá þeim. „Hann var svo ágætur í Dragonwyck ■— svo snyrtilegur og fágaður — og lítið svo bara á hann núna!“ „Maður hefði nú haldið að svona frægur leikari hegðaði sér ekki þannig“, sagði hinn. Langi, renglulegi maðurinn, sem þeir voru að ræða um, kom stikandi löngum skrefum eftir gangstétt^ inni. Hann var ljóshærður, laglegur, óhreinn og órak- aður. Kryppluðu vinnubuxurnar hans voru ataðar í mold, gamla vinnuskyrtan hans( svitastorkin og af honum lagði garðilm, þó ekki af blómum, heldur af áburði. „Jæja, þarna eruð þið!“ sagði hanii, þreif drenginn í fangið og kyssti iitlu konuna á 'kinnina. „Ég kom í Bertu. Hún er hérna rétt niðri í götunni". Náungarnir fóru að góna vandræðalega upp í loftið, á meðan þrenningin hélt nið- ur götuna og klifraði upp í Bertu, gaml- an, beyglaðan Ford-vörubílskrjóð frá. 1928. En þegar inn var komið gat frú Vincent Price ekki lengur haldið niðri í sér hlátrinum. „Vinni, þú hefðir átt að heyra hvað þeir sögðu um þig!“ Og hún sagði honum það. „Ég skal bæta ráð mitt, elskan, svei mér þá“, sagði Vincent Price. En því betur gerði hann það ekki — og gerir það ekki. Þegar Vinsi fær áhuga fyrir einhverju, þá vinnur hann að því af lífi og sál. Sé hann að vinna í garðin- um, þá þeytir hann áburðinum í kringum sig. Örlög blómanna, sem hann .er að gróðursetja, eru honum margfalt meira virði en atriði eða setningar í ein- hverjum leikritum eða kvikmyndum. Og hvernig hann lítur þá út — eða Berta — skiftir hann ekki minnsta máli. Vinsi er alltaf brennandi af áhuga fvrir einhverju, 4 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.