Stjörnur - 15.05.1947, Side 6
GILDA
Kvikmynda frá Columbia Pictures.
Leikstjóri Charles Vidor.
ASalhlutverkin eru leikin af þessum leikurum:
Gilda Rita Hayworth
Munson George Macready
Píó frændi . . . . . Steve Geray
1. Þjóðverji Lionel Royce
Johnny Glenn Ford
Obregon Joseph Calleia
Casey Joe Sawyer
2. Þjóðverji Ludwig Donath
I iuerta George J. Lewis
Jonny Farrel var ekki glæsilegur í klæðaburði fyrsta
kvöldið í Argentínu: hatturinn beyglaður, fötin kryppl-
uð, jakkakraginn uppbrettur, en gat þó ekki hulið
það, að hálsbindið var ekkert. en hann virtist hafa
heppnina með sér í teningaspilinu, þa.rna í kránni við
höfnina. Hann sópaði saman seðlahrúgunni fyrir
framan sig, stakk þeim í vasann og labbaði út, áður
en hinir, sem inni voru, höfðu svigrúm til að láta í
ljósi þá skoðun sína, að svona gætu teningar ekki
hagað sér af eintómri tilviljun.
Hann gekk niður á bryggjuna og fór að athuga
hvað gróðinn væri mikill og heyrði ekkert fyrr en
kallað var: „Upp með hendurnar!“ og skammbyssu
var þrýst i bak honum. Hann þekkti á röddinni, að
þar var kominn einn af náungunum úr knæpunni.
En rétt í því að bófinn var að seilast eftir pening-
unum, var barið á handlegg hans með göngustaf af
heljar afli, svo að skammbyssan féll til jarðar. Síðan
var langt og mjótt rýtingsblað dregið úr stafnum og
því beint að árásarmanninum, sem þegar tók til fót-
anna.
Johnny snerist á hæli til að virða hjálparmann sinn
fyrir sér: Sennilega um fertugt, vel búinn og úr aug-
um hans brann einkennilega kaldur eldur. Hann var
að slíðra rýtinginn í stafnum og sagði: „Þessi er eins
og vinir eiga að vera“. Síðan spurði hann: „Hvernig
fenguð þér peningana?“
Höfuðpersónur myndarinnar, Rita Hayusorth og Glenn Ford.
„í spilum“, svaraði Johnny.
„Með yðar heppni ættuð þér að reyna þar, sem
spilað er fyrir alvöru". Að vísu var fjárhættuspil bann-
að í Buenos Aires, en þó var spilasalur í hinum enda
borgarinnar. Hann tók aðgöngumiða úr vasa sínum
og fékk Johnny. „En þar verður yður ekki leyft að
nota yðar eigin teninga“.
Johnny glotti. „Eg hélt ekki að það sæist“.
„Sá, er sjálfur iðkar slíkt, er glöggur á það hjá
öðrurn. En meðal annarra orða, yður verður ekki
hleypt inn hálsbindislausum.
Kvöldið eftir var Johnny með hálsbindi og fötin
hans voru nýpressuð. Hann leit í spegilinn í snyrti-
klefanum áður en hann gekk inn í spilasalinn. Hann
neri óþolinmóðlega svartan blett af nefinu á sér. Þá
heyrði hann rödd á bak við sig: „Bletturinn er ekki
á nefinu á yður — ennþá“. Hann sá spegilmynd af
grannleitum manni með hvöss, vökul augu. Og hann
sá líka, að bletturinn var ekki á nefinu á honum.
heldur á speglinum.
Hann spurði gamla þjóninn, Píó frænda, hver þetta
væri.
„Slæpingur“, svaraði sá gamli. Síðan leit hann á
6 STJÖRNUR