Stjörnur - 15.05.1947, Side 8
Gilda sagði: „Ég hef heyrt margt um yður“. Johnny
sagði: „Ég hef ekki heyrt minnst á yður einu orði“.
Er Johnny gekk heim, var hugur hans í uppnámi.
Gleymt henni! Henni gat hann ekki gleymt á meðan
blóðið rann í æðum hans. Og hún var gift manninum,
sem hann átti allt að þakka.
Og dagar liðu. Johnny virtist Gilda gera fullmikið
að því, að líta aðra karlmenn en eiginmann sinn hýru
auga. Hann reyndi að tala um það við hana, en ár-
angurslaust. Hann gerði þá allt, er hann gat, til að
koma í veg fyrir að maður hennar veitti þessu athygli.
Eitt kvöldið, er Munson kom niður úr skrifstofu
sinni í spilasalinn, kvað við skot og þaut kúlan rétt
hjá höfði hans. Allir litu til dyranna. Þar stóð litli
maðurinn með hökutoppinn með rjúkandi skamm-
byssu í hendinni. Eins og elding sneri hann nú hlaup-
inu að höfði sér og hleypti aftur af.
Munson varð mikið um þetta tilræði, og gerði
nú Johnny að trúnaðarmanni sínum. Heima hjá sér
sýndi hann honum leyniskáp, þar sem hann geymdi
skjöl varðandi alþjóðaeinokun á frumefninu Wolfram
(Tungsten). „Spilasalurinn var aðeins til að skýla þess-
um félagsskap, Maður, sem hefur yfirráð á þýðingar-
miklu frumefni, getur stjórnað heiminum!“
Jo'hnny var ekki vel ljóst hvernig máli þessu var
háttað, en hann ákvað að reynast Munson trúr hér
eftir sem hingað til.
Eitt kvöld hélt Munson grímuball, til heiðurs Gildu,
í spilasalnum, og var húsið lokað fyrir öðrum en boðs-
gestum. Gleðin var að ná hámarki og menn voru
farnir að rífa grímurnar hver af öðrum. Einn maður
tók þó ekki þátt í gleðinni. Hann lá fram á veitinga-
borðið og hreyfðist ekki. Hópur af kátu fólki þusti að
honum og reif af honum grímuna, en hljóðuðu upp
yfir sig. Maðurinn var dauður, stunginn í bakið. Þetta
var annar Þjóðverjanna.
En Gilda var horfin. Munson bað Johnny að fara
strax og leita að henni og koma með hana heim.
Hann ók til hótels þess, er hann vissi að hún myndi
vera í og hitti hana og ók henni heim. Er hann
opnaði fyrir hana bíldyrnar til að hleypa henni út,
hvíslaði hún: „Þú hatar mig, Johnny, er það ekki?“
Hún lagði handleggina um háls honum. „Ég hata
þig líka. Svo ákaflega, að ég held að það geri út af
við mig“.
Hann hafði ekki ætlað að kyssa hana, en þó gerðist
það. En í því sá hann Munson aka fram hjá í sínum
bíl. Hann vissi að hann hafði séð þau. Þó nam hann
ekki staðar, heldur ók áfram á fleygiferð. Johnny
rauk strax upp í sinn bíl og ók á eftir honum. Hann
Hann spurði gamla þjóninn, Píó jrænda, hver þetta vceri.
„Slcepingur", svaraði sá gamli. Síðan leit hann á sþildinginn,
sem johnny hajði rétt honum og sagði: „Bóndi".
náði honum ek'ki, en elti hann út á flugvöll og sá
þar á eftir honum upp í flugvél, er þegar hóf sig
til flugs. Þar var þá líka kominn hr. Obregon. Og
hann skipaði fyrir með lögregluvaldi: „Símið strax
til hafnarlögreglunnar!“ þegar flugvélin sást missa
flugsins og steypast í sjóinn.
Samkvæmt erfðaskrá Munsons tók nú Johnny við
stjórn fyrirtækja hans. Og hann giftist Gildu. En
honum fannst alltaf að þau standa bæði í óbættum
sökum við Munson, fyrir það, að hann höfði dáið
með þá hugmynd að þau hefðu svikið hann ■— vegna
þess, sem hann sá, er hann ók framhjá þeim í bílnum.
Þjóðverjinn, sem eftir var á lífi, hélt því fram, að
Munson hefði svikið Þjóðverja um hlutdeild í Wol-
fram-einokuninni. „Munson var brjálaður, herra
Ferrell", sagði hann. „Hann hélt sig geta stjórnað
heiminum". Johnny var ölvaður af hinu nýja valdi
sínu og hélt sig geta stjórnað einan, og vildi engin
,ráð þýðast. Hann áleit líka, að Gilda elskaði hann
ekki og hann hélt sig geta kæft niður ást sína til
hennar.
Þá kom Obregon enn til sögunnar. Hann afhenti
Johnny sverð-staf Munsons: „Ur því að sá, er drap
með honum, er dauður, datt mér í hug að þér kynnuð
að vilja eiga hann til minja um fyrsta fund okkar,
þegar ég sagði yður, að þér hefðuð ennþá engan blett
Framhald á bls. 18.
8 STJÖRNUR