Stjörnur - 15.05.1947, Side 12

Stjörnur - 15.05.1947, Side 12
mikið og önnur böríi á mínu reki. 1938 hitti ég hana aftur, þegar ég var í heimsókn í Hvíta húsinu til að sjá Roosevelt forseta. Blaðamennirnir voru að spyrja mig spjörunum úr i gistihúsinu í Washington, þegar mámma kom þjót- andi inn og sagði að fórsetinn hefði boðið okkur að koma í Hvíta húsið. Eg þorði ekki að borða neitt þar til þessi mikla stund rynni upp, af ótta við að þá kynni einhver af lausu barnatönnunum mínum að detta úr mér, en fyrir fortölur borðaði ég þó eina brauðsneið. Og þá fór eins og ég hafði óttast. Ein tönnin fór. Við þurftum að fara strax af stað til Hvíta hússins, svo að enginn tími var til að setja í mig gerfitönn. Þegar við gengum inn í Hvíta húsið var ég fjarska óstyrk, en eftir því, sem við nálguðumst vinnustofu forsetans, varð ég rólegri, og þegar ég stóð loks frammi fyrir honum, var allt í lagi. Forsetinn brosti þegar hann rétti mér hendina, en því miður gat ég ekki brosað á móti. Hann horfði á mig hálf hissa og spurði hvort ég væri hrædd eða óróleg. Þá varð ég að segja honum þessa leiðinda sögu, um tönn- ina, sem mig vantaði. Þá hallaði hann sér aftur í stólinn og hló svo, að ég hélt að jólasveinninn gæti alls ekki hlegið eins hjartanlega. Síðan trúði hann mér fyrir því að sjálfan vantaði hann nokkrar tennur. Eftir að hann hafði svo fullvissað mig um að skörðin í tennurnar okkar skyldu ekki komast upp á milli okkar, skellihlógum við bæði, og síðan skrifaði hann nafnið sitt í bókina mína, neðan við nafn konunnar hans. Ég mun aldrei gleyma breiða brosinu hans, þegar ég fór út úr stofunni. Það var sífelldur straumur af gestum í Fox-mynda- Shirley í gerfi skozks hermanns í myndinni, „Willie litli Winkie". Shirley Temple: ÆSKÁ stöðina. Skozki leikarinn frægi Harry Lauder kom þar og hafði meðferðis skozk stuttpils handa mér. Irski tenórsöngvarinn John McCormack kom þar og sagði mér frá barnabörnum sínum á Irlandi. Rosa Ponselle, franska söngkonan frá Metropolitan söng- leikahúsinu, hélt veizlu fyrir mig og við sungum hvor fyrir aðra. Terrier-hundurinn hennar varð mjög hændur að mér, en hann tók undir sönginn hjá okkur. Þegar ungfrú Ponselle söng, var hann vanur að sitja á slaghörpubekknum og spangóla af öllum kröftum. Þarna kom líka indversk frú, gift einhverjum ind- verskum pótintáta. Hún var með ættarmerki á enninu og demant í nefinu. Mér var bókstaflega ómögulegt að hafa af henni augun. Og svo kynntist ég auðvitað fjölda af ágætis fólki, sem þá var í mestu uppáhaldi í heimi kvikmyndanna. Einn þeirra var Gary Cöoper. Ein af fyrstu veru- legu myndunum, sem ék lék í, var „Sólskinsbarnið“, þegar Fox lánaði mig Paramount-félaginu. I þeirri mynd léku þau með hann og Carole Lombard, og við skemmtum okkur fyrirtaks vel. Fyrst var ég hálf smeik við Gary, því mér fannst hann svo óskaplega hár, en það hvarf þegar hann fór að kenna mér að teikna. Hann kallaði mig „Kvikasilfursdúfuna“, vegna þess að ég gat aldrei verið kyr. Carole Lombard var yndisleg. Ég þóttist vera leið- beinandi hennar og kallaði til hennar: „Ekki að tauta“, og svo tautaði hún og gretti sig alveg herfilega. Mig tók mjög sárt er Carole fórst er flugvél hrapaði með hana, en hún var þá á ferðalagi til að vinna að stríðs- lánum. Mér fannst hún vera sannnefnd stríðshetja. Miðað við aldur minn var ég þá búin að ferðast töluvert. Beztar voru þó ferðirnar þrjár, sem við fórum til Hawaii. Ég elska Hawaii. Skipstjórinn fór alltaf með mig upp á stjórnpallinn og leyfði mér að stýra skipinu. Og hann lét mig halda aleina um stýrishjólið. 1 2 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.