Stjörnur - 15.05.1947, Blaðsíða 14

Stjörnur - 15.05.1947, Blaðsíða 14
John Lund John Lund og Marie giftu sig einn fagran morgun. Nokkra stund héldust þau í hendur, en gengu því næst til morgunverðar. Litlu síðar kvöddust þau, og er þau fundust næst, höfðu þau verið gift- í tvö ár. Ortúleg saga það! Þetta er þó satt. Síðari hluta giftingardagsins lagði John af stað til St. Louis, en Marie flaug til Washington. Næstu tvö árin voru þau önnum kafin við störf sín, sitt í hvoru lagi. Stundum munaði litlu að þau hittust. Fyrir kom, að járnbrautarlestir, sem þau ferðuðust með, mættust, eða að annað þeirra kom til einhverrar járnbrautarstöðvar, rétt í því að lest hins var að leggja af stað. Loks fundust þau í Hollywood og hófust handa við að búa þar sem bezt um sig. Erfiðlega gekk í fyrstu að fá húsnæði, sem þeim líkaði, en einkum voru vandkvæðin í sambandi við leiguna; flestar þær íbúðir, er þau áttu völ á, voru of ódýrar! Þetta fór þó vel að lokum, og nú eiga þau heima í einlyftu sum- arhúsi í noröurhluta Hollywood, þar sem þau hafa komið sér fyrir og eignast yndælt og fallegt heimili. 1 4 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.