Stjörnur - 15.05.1947, Qupperneq 16
Konan á leið hans (frh. af bls. 9)
yndæl lítil stúlka. Nú skil ég ekki, hvernig ég gat
komist hjá að meta hana að verðleikum, meðan ég
enn þekkti hana. En ég var þá blindaður af ást til
annarar stúlku. Hún var lagleg og munnhvöt, ein
þessarar tízkufljóða, þóttafull og drambsöm ■— í stuttu
máli sagt, stúlka af þínu tagi.
Ég varð þess var, að Helenu var hlýtt til mín, en
ég hélt henni í hæfilegri fjarlægð. Ég umgekkst hana
sem félagi, og lét sem ég vissi ekkert um tilfinningar
hennar til mín.
Aldrei gleymi ég þeim degi, er hún bað mig að
tala við sig einslega. Við fórum á göngu saman.
Hún reyndi hikandi og feimin að segja mér, að hana
hefði langað til að tala við mig, vegna þess, að hún
væri að fara úr bænum, og að hún yrði eina viku í
burtu. Og áður en hún færi, hefði sig langað til að
vita, hvers virði hún væri mér. Hún var svo yndis-
leg og kvenleg, og það var ekki vitund óviðfeldið er
hún sagði mér, að henni þætti vænt um mig og að
hún mundi aldrei geta gleymt mér.
Að vísu varð ég að játa, að ég hugsaði ekki til
hennar á sama hátt, heldur hefði ég ávallt litið á
hana sem vin og félaga. Það var sárt að sjá þessa
litlu, yndælu stúlku berjast við grátinn. Ég kenndi
ynnilega í brjósti um hana og — svo rangt sem það
var af mér — þá beygði ég mig niður að henni og
kyssti hana á munninn. Ég gat ekki annað; auðvitað
var það illa gert af mér. Hún mundi aldrei geta gleymt
kossinum þeim.
En hve ég var þá heimskur. Ég lét einu heiðarlegu
og ósviknu stúlkuna, sem ég hefi fyrir hitt á lífs-
leiðinni, fara frá mér ,vegna þess, að ég gat ekki slitið
hugann frá lítilsigldri eftirlætisbrúðu. En minninguna
um ást hennar mun ég ávallt geyma sem óumræðilega
dýrmæta eign, allt of dýrmæta til þess, að þú eða
þínir líkar geti metið hana, eða skilið.
Að svo mæltu kveð ég þig, Rita. Ég mun ekki ásaka
þig. Mér er ljóst, að þú getur ekki að því gert, þótt
þú, tizku'barnið, eigir ekki hina ósviknu kvenlegu
siðprýði. Slíkir eiginleikar eru sjaldgæfir, eins og
fagurt blóm, sem menn geta naumast vænzt að finna
nema einu sinni á lífsleiðinni.
Með vinarkveðju, Henry.
Rita hafði nánar gætur á andliti Sylviu, meðán
hún braut bréfið saman og lét það í umslagið.
„Jæja, ‘hvernig finnst þér?‘ ‘spurði hún.
„Það hlýtur að vera sært hjarta, sem kallar fram
svo bitur orð“.
„Já, vesalings Henry. En finnst þér, að ég geti að
því gert, þótt ég ekki. gæti verið honum meira en
eg varr
„Nei, vissulega ekki. En ég vorkenni honum. Það
hlýtur að vera sárt að uppgötva, að enginn hafi nokkru
sinni elskað mann“.
„Já, en þú gleymir því, að hann á þó mynd hinnar
kæru Helenu ti;l þess að lifa fyrir. Hvernig sem hún
nú kann að hafa verið, þá mun hann, svo lengi sem
hann lifir, hugga sig við tilhugsunina um það, að
hún gleymi honum aldrei“.
Sylvia handlék bréf Henrys hugsandi og sagði:
„Ojá, og svo yrði hann áreiðanlega mjög vonsvik-
inn, ef hann nú finndi hana í dag. Ef til vill hefir
hún, síðan hann þekkti hana, breyzt í eina þessara
tízkunnar kvenna, sem hann fyrirlýtur svo mjög,
vegna þess, að hann ræður ekki við þær“.
„En góða Sylvia“, sagði Rita. „Það er naumast að
þú ert hátíðleg á svipinn. Ég fæ ekki annað séð, en
að þú ætlir að fara að tárast vegna vesalings Henrys“.
Sylvia stóð upp. „Nei, það er miklu fremur vegna
sjálfrar mín, sem mig langar til að gráta. Mér finnst
ég allt í einu vera svo ónærgætin og leiðinleg í fram-
göngu, en þannig hefi ég ekki ætíð verið. Jæja, nú
verð ég að halda áfram. Eg var eiginlega á leið í verzl-
anir, til þess að leita að efni í blússu. Heldurðu ekki
að gult muni klæða mig vel? Eða er ég máske orðin
of gömul til þess að klæða mig svo ljósum lit?“
„Of gömul! Ef þú aðeins vissir, hve ungleg þú
ert, þá mundirðu ekki hugsa um aldur þinn!“
„Nú verð ég að flýta mér. Vertu sæl, Rita!“
„Vertu sæl“.
Rita horfði hugsandi á eftir vinkonu sinni, þar
sem hún gekk niður stíginn. Fætur hennar vísuðu
ofurlítið inn, er hún gekk. Því hafði Rita ekki fyr
veitt athygli, því að göngulag Sylviu var svo fagurt.
Litlu munaði.
Þrír Skötar voru staddir í kirkju á sunnudegi, þegar
presturinn skoraði á allan söfnuðinn að láta eitthvað
af hendi rakna til kirkjunnar.
Skotarnir urðu mjög órólegir þegar samskotabauk-
urinn nálgaðist. Skyndilega féll einn þeirra í ómegin
en hinir tveir ruku til og báru hann út.
16 STJÖRNUR