Stjörnur - 15.05.1947, Page 17

Stjörnur - 15.05.1947, Page 17
STJÖRNUR KVIKMYNDANNA Blaðið kcmur út mánaðarlega og á það að kynna lesendum sínum hina miklu listamenn, leikarana, Fyrst og fremst á blaðið að birta myndir og ævi- söguágrip kvikmyndaleikara hinna ýmsu þjóða, svo og smásögur og fleira. Verð blaðsins er kr. 3,50 í lausasölu. Utanáskrift blaðsins er: Nýlendugata 6 ■ Sími 6719 og 7583. Útgáfufélagið „Stjörnuskin“. ALÞVÐUPRENTSMIÐJAN H F Til lesendanna! Eins og þið sj.áið, hafa Stjörnur ná breytt nokkuð um svip. Svipbreytingin er einkum í því fólgin, að þær hafa klæðst nýrri kápu, og um leið stækkað um fjórar síður. Stækkun þessi leiðir af sér það, að meira og fjölbreyttara efni rúmast í hverju hefti, auk þess sem blaðið hefir aukin skilyrði til betra útlits og verður, að okkar dómi, á allan hátt skemmilegra og eiguiegra fyrir lesendurna. Breyting þessi miðar fyrst og fremst að því að upp- fylla óskir iesenda og unnenda blaðsins um sem skemmtilegastar og á allan hátt beztar Stjörnur, og vonum við, að þetta sé spor í rétta átt. Hins vegar fylgir sá böggull þessu skammrifi, að óhjákvæmilegt reyndist að hækkað verð blaðsins um 1 krónu, til þess að standa undir hinum aukna kostnaði, sem af breytingunni leiddi. Þó verður áskriftarverðið óbreytt þetta ár. Við treystum á ein- lægan vilja lesendanna til þess, að blaðið verði sem bezt úr garði gert, en jafnframt á skilning þeirra á fjárhagslegum afleiðingum þeirra umbóta, er hér hafa verið gerðar. Ef tii vill verða einhverjir hinna mörgu unnenda Stjarna fyrir vonbrigðum vegna nefndrar hækkunar, en við hvorki skiljum, né trúum öðru, en að eftir nánari athugun geti hver lesandi orðið sínu ánægðari eftir en áður. Útgefendur. Framhaldssagan: KERTALJÓS „Ég get ekki liðið þetta“, sagði hann, „maður verður ein- hversstaðar að draga merkilínuna". Og svo rifust þeir pg kölluðu hvern annan illum nöfnum. Að morgninum tókust þeir að vísu í hendur, en sjaldan leið langt þangað til sama sagan endurtók sig. Þegar Minnie hafði verið gift í sex mánuði, fékk faðir hennar kvef, lagðist í rúmið og dó stuttu síðar. Þótt Minnie talaði ekki um það, var það auðsjáanlega til mikils léttis fyrir Minnie, sem nú var orðin þreytuleg og föl. Peter var með áhyggjur út af viðskiptum sínum, enda var hann ekki alltaf eins vingjarnlegur eins og hann hefði átt að vera. Hann gat t. d. ekki skilið hvernig á því stæði, að henni entust svo illa þeir peningar, sem hann lét hana hafa. ■— Móðir mín er öðruvísi, sagði hann einu sinni við Minnie. — Hjá henni er allt eins og klukkuverk. Minnie reyndi að brosa. — Ég er ekki eins gáfuð eins og móðir þín, sagði hún með þolinmæði. Hún hafði aldrei lært neitt að fara með peninga eða sjá um heimili og enda þótt hún reyndi að gera sitt bezta, var henni vel ijóst að henni fórst það hreint ekki vel úr hendi. Og svo kom það fyrir að hún og Peter rifust í fyrsta sinn. Peter var að leita í skúffu að einhverjum blöðum, en fann þá bunka af óborguðum reikningum. Hann tók reikningana og heimtaði skýringu. — Ég reyni að gæta peninganna, sagði hún afsakandi, — en þeir virðast bráðna niður. Nú var Peter raunverulega reiður. — Ef ég væri ríkur maður, þá gerði þetta ekkert til, hreitti hann út úr sér, — en ég er það ekki og verð það aldrei, ef þú átt að halda. áfram að ráða yfir fé mínu. Þú ert ekkert barn. Hann ætlaði sannarlega ekki að vera svona hvatyrtur við hana, og hann vissi í rauninni ekki hvað mikið hann hafði sagt, þangað til Minnie hljóp grátandi út úr herberginu. Peter ætlaði að hlaupa á eftir henni og biðja hana fyrir- gefningar, en þá mundi hann eftir ráðleggingu, sem vinur hans hafði gefið honum. — Það er ekki hægt að láta konur ráða öllu, hafði vinur hans sagt. Og svo varð Peter kyrr þar, sent hann var. Minnie fór fram í litla kalda eldhúsið og settist á gólfið hjá Kvutta sínum og grét. Hversu oft hafði hún ekki séð einmitt þetta sama eiga sér stað á sínu gamla heimili, á millum föður hennar og móður. En að þetta kæmi fyrir hana sjálfa, það datt henni aldrei í hug. Hún óskaði þess í hjarta sínu að hún hefði aldrei séð Peter. Hún óskaði þess að hún hefði aldrei giftst og í fyrsta STJÖRNUR 17

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.