Stjörnur - 15.05.1947, Side 18

Stjörnur - 15.05.1947, Side 18
sinn í marga mánuði, datt henni William Winter í hug. William mundi aldrei hafa talað til hennar líkt þessu! Þannig lá hún og grét ofan í hárið á hundinum sínum þangað til hálftíma síðar, þegar Peter fann hana, en þá hafði hann alveg gleymt ráðleggingu vinar síns. — Elskan mín, fyrirgefðu hvað ég varð reiður. Minnie, þú ferð kvef. Hendur þínar eru ískaldar, og svo bar hann hana inn í litiu stofuna. En Minnie, sem var köld og illa á sig komin, sagðist óska að hún gæti dáið, enda munaði minstu að svo færi næstu vikuna. Þá fæddist henni barn, sem aðeins lifði í einn klukkutíma, og í þrjá daga leit út fyrir að hún mundi deyja líka. En hún hafði það nú samt af og komst heilbrigð út úr þessum m.iklu veikindum og hugleiddi með sjálfri sér, hvers vegna henni hefði eiginlega verið leyft að lifa. Peter var allt annar maður um þetta leyti. Hann þreyttist aldrei á að,spyrja hvernig henni liði og hann hugleiddi með sjálfum sér, hvort hún yrði nokkurn tíma hin sama. Þykir þér ekki vænt um mig lengur? spurði Peter kvöld nokkurt, þegar Minnie hafði snúið sér til veggjar og boðið honum vingjarnlega góða nótt. — Auðvitað þykir mér vænt um þig, Peter, ég er bara svo —■ •— þreytt. Það glampaði á tár í augum hennar. Peter vafði hana örmum og kyssti hana. — Þú ert að hugsa um barnið, er það ekki? spurði hann hægt. — Mig hefði langað til að hann hefði lifað, hvíslaði hún. Hann kyssti hana á kinnina. Elskan mín, við getum eign- ast annað barn . . . einhverntíma. Hún hristi höfuðið. Eg vil ekki eignast fleiri. Hann sleppti henni. — Eg get ekki skilið þig, sagði hann. Hún gat ekki skilið sjálfa sig heldur. Nú hafði hún minna að gera og þurfti minni áhyggjur að hafa heldur en nokkru sinni áður. Peter talaði nú aldrei um eyðslusemi hennar, en samt . . . Eg er vanþakklát, sagði hún við sjálfa sig á hverjum degi. Eg hef allt, sem ætti að gera mig hamingjusama, og þó get ég ekki verið ánægð. Móðir Peters hafði verið góð við hana. Hún hafði verið hjá þeim allan tímann, sem Minnie var veik og hún sá mikið eftir gömlu konunni, þegar hún fór. Minnie byrjaði nú aftur á sínum fyrri störfum að öllu leyti. Unglingslega útlitið hafði horfið og hún sýndist jafn- vel hafa lengzt. — Þú ert núna fyrst farin að stækka, sagði Peter eitt sinn og brosti, þú varst ekkert nema krakki, þegar ég giftist þér. — Eg vildi að ég væri ennþá krakki, sagði Minnie og hún mundi allt í einu eftir William. Henni hafði alltaf fundist hún vera ung, þegar hún var með honum. Hvar ætli hann sé núna? Og til hvaða stór athafna skyldi hann nú vera að verja lífi sínu? Hún hafði ekki séð hann né heyra neitt frá honum síðan rétt fyrir brúðkaup sitt fyrir rneiru en heilu ári. Loksins hafði hún ábyggilega farið að þurka minningu hans út úr huga sínurn. Fortíðin var horfin og William með henni. Hún var gift — hún hafði eignazt barn og kynnst þeirri miklu sorg að missa það. Líf hennar var ákveðið við hliðina á Peter Laleham — kæra Peter! Hún leit mildum augum yfir herbergið til hans. Hann var eiginmaður hennar og hún elskaði hann — ef til vill ekki alveg eins og hún hafði ætlað sér að elska manninn sinn, en þó . . . Peter grúfði sig yfir blaðabunka og það voru tvær djúpar hrukkur á milli fallegu augnanna. Skyndilega leit hann upp og á konu sína. — Eg vissi það. Verðbréfin hafa hækkað um 5% í. dag. Minnie skildi ekkert, hvað hann var að fara, því hún fylgdist ekki með gengi verðbréfa né því líku, en hún vildi reyna að vera vingjarnleg við Peter og sagði því: — En hvað þú ert hygginn. Hvað mörg bréf keyptir þú? — Kéypti! Peter hló kuldalega — Eg keypti engin. Ég hef enga peninga. Eg gæti grætt þúsundir, ef ég aðeins hefði eitthvert stofnfé. ' Minnie roðnaði. — Eg hef verið þér kostnaðarsöm upp á síðkastið, Peter minn. Hann stóð upp og flýtti sér til hennar.. —• Ég vildi heldur GILD A (frh. af bls. 8) á nefinu. —• Eg er með heimild til að rannsaka bækur yðar“. Johnny áleit að Gilda væri báin að yfirgefa hann og væri á leið til Bandaríkjanna. Hvers virði var hon- um lífið án hennar? Hann opnaði leyniskápinn: „Gerið svo vel, herra Obregon". Obregon sagði: „Gilda er saklaus af öllu því, er haldið hefur fyrir yður vöku. Hún lék það allt. Við þurftum aðstoð hennar til að komast að samsærinu. Hún er í spila- salnu'm". Johnny mundi ekki hvernig hann komst til spilasalsins. En þar sat Gildá á tali við Píó frænda. Þá stóð Munson í dyrunum. Hann hafði ekki farist með flugvélinni, heldur komist undan á báti. Hann hdrfði á sverðstafinn, er stóð þar í horninu. „Ég ætla að drepa þig, Johnny. Og ég verð að drepa Gildu líka . . .“ Hann komst ekki lengra. Stafurinn stóð ekki Jengur í horninu. Hann hafði banað Munson. 1 þvi kom Obregon inn. Johnny sagði: „Eg drap hann!“ Píó frændi sagði: „ Þakka yður fyrir, Johnny!“ Obregon sagði: „Enginn getur dátið nema einu sinni. Og Munson dó fyrir þremur mánuðum. En hérna er Gilda, Johnny, konan þín“. Gilda sagði: „Eins og þú varst að segja, Johnny, þá ættum við nú að . . .“ Obregon brosti, og hann og Píó frændi læddust út úr rökkvuðum salnum. 1 8 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.