Páskasól - 01.04.1944, Page 4

Páskasól - 01.04.1944, Page 4
2 PÁSKASÓL PásFafyugldðing Eftir séra Sigurjón Þ. Árnason, Vestmannaeyjuin „Hann er upprisinn“ (Mark 16, 6). Dauðinn ristir rúnir sínar á líkama okk- ar allra. Stundum hægt og rólega, brýtur niður lífsorku okkar svo að viö finnum varla, hvernig hún seitlar frá okkur með líðandi árum. Stundum svo geist, að á skömmum tíma er líkamsorkan fjöruð út. En verk sitt fullnar dauðinn í okkur öllum. „Allt rennur sama skeið.“ „Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir, að skiljast við.“ „Dauðinn nær okkur öllum.“ Öll berum við hulið sár hinnar sömu vissu, við eigum að deyja. Okkur, sem svo er ástatt um, berst boð- skapur páskanna frá gröf Krists: „Hann er upprisinn, hann er ekki hér.“ Ómótmælanlega er upprisa Krists öllu öðru athyglisverðara fyrir okkur dauðlega. Um hann einan fór öðru vísi en alla aðra, sem lagðir hafa verið dánir í gröf. Eigi „sá líkami hans rotnun“ (Post. sa. 2, 31; sbr. Post. 13, 37). „Ekki var það mögulegt, að hann skyldi af „dauðanum“ haldinn verða“ (Post. 2, 24). Guð uppvakti hann frá dauð- um (Post. 3, 15 og víðar). „Og birtist hann marga daga“ (Post. 13, 30). Sýndi sig lif- andi „með mörgum órækum kennimerkj- um“ (Post. 1, 3). Vottar upprisunnar draga stórar niður- stöður af staðreynd hennar. Upprisa Krists er svar Guðs við dauðanum. Náð Guðs „birt- ist við opinberun frelsara vors Jesú, sem dauðann afmáði, en leiddi í ljós líf og ó- forgengileika“ (II. Tímbr. 1, 10). „Guð, sem er svo auðugur af miskunn, hefir af mikilli elsku sinni, er hann lét oss í té, enda þótt vér værum dauðir vegna mis- gjörða vorra, endurlífgað oss ásamt með Kristi, og endurvakið oss ásamt með hon- um og búið oss sæti í himinhæðum ásamt með honum“ (Ef. 2, 4—6).„Kristur er upp- risinn sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru“ (I. Kor. 15, 20), „frumburður margra bræðra." (Róm. 8, 29). í Kristi greip Guð inn í tilveru dauðlegra, okkur til lausnar. Upprisa hans er fullnuð Guðsendurlausn á syndugu mannkyni. Upprisuboðskapurinn er mikill boðskapur fyrir okkur, sem eigum að deyja. Og þó er okkur oft torveld tileinkun Krists upprisu, lausnar Guðs á dauðanum. Við vefjum áköf um hið hulda sár dauða- vissunnar sefandi hugmyndum og reynum að láta það nægja. Við leitumst við, að telja okkur trú um, að öllu sé lokið, þegar dauð- inn kemur. Ekkert sé að óttast. Árin líði, og svo komi endalaust tilveruleysið. Eða við teljum okkur á að trúa ótæmandi lífs- mætti mannssálarinnar og getu til sjálfs- lausnar. Dauðinn sé aðeins lausn, lausn frá líkamanum og þessum synduga þrauta heimi, og svo ný og nægileg tækifæri til þroska og sjálfslausnar, með aðstoð ann- arra dáinna. Og sannarlega tekst okkur

x

Páskasól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.