Páskasól - 01.04.1944, Qupperneq 7

Páskasól - 01.04.1944, Qupperneq 7
PÁSKASÓL 5 mönnum, og ræðupúlt mikið. Bekkjum var raðað í fjóra reiti og sneru allir að ræðu- palli. Hver „reitur“ var ætlaður sérstöku fólki safnaðarins, einn unglingum, annar ógiftum stúlkum, sá þriðji ógiftum piltum og sá fjórði giftu fólki. Tvennar dyr voru á hvorum stafni, og hafði hver þessara hópa sínar dyr og gengu í skipulegum röð- um til sæta síðustu 5 eða 10 mínúturnar áður en byrjað var. Um leið og klukkan sló, gekk prestur eða prestar inn og um leið var öllum dyrum lokað. Kvenfólk var ber- höfðað en með mislit bönd um hárið, alveg eins og Sigurður Breiðfjörð lýsir í vísum um „Grænlandsgrund.“ En þangaö barst þessi venja með kristniboðum Bræðranna. Vel sóttar guðþjónustur voru haldnar þarna á hverju kvöldi kl. 7 í páskavikunni, á dönsku. Á miðvikudagskvöldið hélt bisk- up frá Herrnhút skriftarræðu á þýzku fyr- ir altarisgesti skírdagsins. Það var fyrsta þýzka ræðan, sem ég hafði heyrt. Enda þótt ég gæti lesið þýzkar bækur jafnt sem danskar, var talmálið mér svo nýtt, að ég varð „að flytja orðin frá eyranu að aug- unum,“ eða hugsa um, hvernig þau væru rituð, til þess að geta skilið ræðuna. Ræðu- textinn voru orö Jesú við Pétur í Jóh. 13. 8.: „Ef ég fæ ekki að þvo þér, hefir þú enga hlutdeild með mér.“ ■— Ég man fátt úr þeim ótal ræðum, er ég heyrði um og eftir alda- mótin, en þessi orð man ég vel enn á þýzku. Á skírdag var farið þrisvar í kirkju, og fjórum sinnum á föstudaginn langa. Þá var lesin píslarsagan í 4 köflum, en engin ræða flutt. Við allar þessar samkomur var mikill og góður safnaðarsöngur. Á skírdag neytti allur söfnuðurinn kvöld- máltíðarinnar. Við aðalguðþjónustuna komu allir, sem ekki þurftu að gæta smábarna eða sjúklinga, — og fyrir þá var svo önn- ur altarisganga um kvöldið, þegar aðrir gátu tekið við störfum þeirra. Herrnhútar leyfa ekki utansafnaðar- fólki þátttöku í kvöldmáltíðinni með sér, nema það hafi meðmæli einhvers starfs- manns safnaðarins. J'óhansen veitti mér þau meðmæli, og ég fékk leyfi til að vera með. Á 4. hundrað manns sótti þá guð- þjónustu og voru allir til altaris. Lesnir voru venjulegir kvöldmáltíðarkaflar úr Ritningunni, bænir fluttar og sungið, en engin ræða flutt. Biskupinn stjórnaði athöfnlnni, en 4 prestar aðstoðuðu. Söfnuðurinn stóð allur við sæti sín á meðan þeir útdeildu. Lögðu þeir oflátu í iófa hvers manns. Voru tvær og tvær samfastar, en brotnar í sundur um leið og þær voru afhentar. Að því búnu sagði biskup: „Takið og etið,“ og létu menn þá oflátuna í munn sér. Þá fengu prest- arnir hverjum manni lítið staup eða „sér- bikar“ og helltu í hann úr bikarnum, sem hafði stút eða vör. Bergðu síðan allir vínið þegar biskup sagði: „Drekkið allir hér af.“ Mér fannst eg hljóta fulla blessun við þessa athöfn, enda þótt ytri siðir væru mér alveg nýir. Það var svo mikil heilög kyrrð og lotningarfull tilbeiðsla hjá öllum að ég hefi oft hugsað um þessa stund með söknuði við fjölmennar og enda fjölmenn- ari altarisgöngur en þessa. Þegar fólk stendur lengi í troðningi og hitasvækju, sýnilega dauðþreytt en lítil ró eða næði til að vera einn með Guði, þá þarf „sterk- ari bein“ en mín eru til þess að hljóta blessun. Man ég sérstaklega í því sambandi eftir einni altarisgöngu í Danmörku. Þar voru altarisgestir um 930, og allir siðir þeir sömu og hérlendis, en lítil ró og lítil bless- un — fyrir mig. Um aðra veit ég ekki. Vera má að þessi altarisganga í Krist- jánsfeld hafi orðið mér betri fyrir þá sök, að þegar ég kom heim með fjölskyldu Jó- hansens, áttum við öll bænastund saman.

x

Páskasól

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.