Páskasól - 01.04.1944, Page 9
PÁSKASÓL
7
kann ég ekki að lesa. Ég heyrði þá oft
lesa um það, að Jesús læknaði sjúka. Og
nú stóð einmitt svo á, að móðir mín lá
veik. Það var lítið um það skeytt. Og
mér var heldur ekki ljóst hver alvara var
á ferð, fyrr en faðir minn keypti handa
henni líkkistu. Þó stalst ég út í hof nokkr-
um sinnum, og færði guðunum fórnir og
bað þá um líf móður minnar. En henni
versnaði svo, að hún var að dauða komin.
Hún var eina manneskjan, sem mér þótti
vænt um og sem vænt þótti um mig. Ég
fór í örvæntingu minni út fyrir húsvegg,
fleygði mér þar á grúfu og lofaði Jesú því,
að ég skyldi samstundis trúa á hann, ef
hann vildi lækna móður mína. Um nótt-
ina fór henni að batna og var kistan seld,
en ég trúði upp frá því á Jesú. — Svo
var það kvöld eitt, þegar ég var að biðja
til Jesú, að frændi minn kom að mér
óvörum. Hann aðvaraði föður minn, sem
spurði mig hvort ég hefði gleymt hvaða
fjölskyldu ég tilheyrði, og hvílík smán það
væri ef það spyrðist nú að ég væri orðinn
kristinn. Hann skipaði mér að hætta al-
gjörlega að biðja til Jesú. En ég gat það
ekki. Bæði faðir minn og afi börðu mig.
Og nú fyrir nokkrum dögum var ég rekinn
að heiman.“ ,
„Hvað hugsarðu þér nú?“
„Ég ætla að verða burðarmaður. Fái ég
svo að halda til hér á kristniboðsstöðinni,
þá gæti ég lært meira um Jesúm.“
Þannig varð Sung Deh-tsuen kristinn.
Og þannig voru fyrstu kynni kristni-
boðans af manni, sem síðar skyldi verða
samverkamaður hans í mörg ár, oft til
mikillar hjálpar og gleði, í erfiðu starfi.
Venjulegast er að sagt sé frá mönnum,
sem þykja frábærir að einhverju leyti.
Sung Deh-tsuen telst ekki til þeirra, þó
margt væri vel um hann, eins og ráða má
af eftirfarandi frásögu. En hún er ekki
skrifuð honum til hróss heldur Guði, sem
í óendanlegri náð sinni kallaði hann og
frelsaði fyrstan í stóru heiðnu byggðar-
lagi, gaf honum að vera frumgróður, telj-
ast til sinna fyrstu votta í einni þéttbýl-
ustu sýslu Honanhéraðs.
Sung Deh-tsuen var ólatur að vinna.
Og námfús að sama skapi, þótt námsgáfur
hefði hann ekki meiri en í meðallagi. En
hann átti ríka trúhneigð samfara mikilli
alvöru og einlægni. Þegar hann var skírð-
ur, eftir tveggja ára dvöl á kristniboðs-
stöðinni, átti hann óskipt traust krist-
inna manna þar, sem sannur lærisveinn
Jesú Krists. Hann gat legið á bæn tím-
unum saman, og oft fastaði hann. En
hann átti líka við margvíslega örðugleika
að etja.
Hann fékk ungur augnsýki. Það var al-
manna trú, að fólk, sem gengi með þá
sýki yrði ekki eldra en 30 ára. Sá dauða-
dómur vofði yfir honum. Nokkuð var um
geðveiki í ætt hans, og var hann ekki
ósmeykur við þá ættarvofu.
Hann átti oft erfitt með að stilla skap
sitt. — Það var morgun einn, að hann var
í strætakapellunni og talaði við menn, sem
þar gengu út og inn. Þar kom þá inn ramm-
ur heiðingi, snýr sér að honum og segir,
með miklum þjósti: „Útlendi hundurinn
þinn, hér hefir þú setið nógu lengi.“ —
Þá gat Sung ekki á sér setið, en rauk á
fætur og gaf manninum löðrung. En svo
iðraði hann þess á sömu stundu að hann
bað manninn fyrirgefningar, og gekk síðan
60 km., til þess að ná á fund kristniboðans.
Kom þá í ijós hve einlægur hann var. Nú
fannst honum vera úti um sig. Hann hafði
fyrirgert barnarétti sínum hjá Guði og
orðið frelsaranum til vanvirðu. Hann lét
þó huggast og sneri aftur til starfs síns