Páskasól - 01.04.1944, Page 12

Páskasól - 01.04.1944, Page 12
10 PÁSKASÓL Þegar elduvinn féll Eftir Steingrím Benediktsson, kennara „í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kemur dögg æskuliðs þíns til þín.“ —Sálm 110 Kristniboðshreyfing stúdenta, sem á Norðurlöndum hefir verið nefnd Sjálfboða- hreyfingin, á upptök sín í Ameríku. Einn af fremstu forvígismönnum þess- arar hreyfingar var Robert Wilder. Hann nam guðfræði við Princeton háskóla, og hóf þar starfsferil sinn sem stúdentaleið- togi. Árið 1883 var boðað til móts fyrir guð- fræðistúdenta í Hartford í U. S. A. Meðal margra annarra fór Wilder þangað ásamt nokkrum námsfélögum sínum. — Áhrifa- ríkasti ræðumaður mótsins var A. J. Gordon frá Boston. Hann sagði frá því, að hann hafi verið búinn að vera prestur í 20 ár áður en hann gaf Guðs Anda fullt vald yfir lífi sínu, og notaði í því sambandi þessa líkingu um sjálfan sig: „Áður líktist allt mitt prédikunarstarf því, að ég notaði boga og örvar, þar sem allt væri úndir vöðva- orku minni komið. En eftir að ég beygði mig fús og skilyrðislaust undir vald And- ans, er eins og ég hafi fengið riffil að vopni. Andi Guðs sendir aðeins skeytin ólíkt hrað- ara og markvissara, en ég gerði á meðan ég togaði í bogastrenginn.“ Eftir ræðu dr. Gordons gekk Wilder til hans og spurði hvort hann ætti líka að bíða í 20 ár. „Nei, ungi vinur, Guð er reiðubúinn ef þú ert fús,“ svaraði Gordon. Wilder var fús. Hann og félagar hans sneru heim, gagnteknir af brennandi löng- un til að vinna vantrúaða félaga sína fyrir inn maður hefði getað glaðzt yfir því, að eiga son í liði ræningja, hann gat þá sjálf- ur verið óhultur og heimili hans, hann mundi hafa gert sér von um skjótan gróða. En Sung var kristinn og hugsaði á annan veg: „Hvað er það að þola þjáningar á móts við að fyrirgera sál sinni. Hefir ekki frels- arinn sagt, að við skyldum ekki hræðast þá, sem líkamann deyða, og geta ekki að því búnu meira gjört.“ Þremur vikum síðar gaf Guð honum drenginn hans aftur — heilan á húfi. Hann var að vísu mjög illa út lítandi og þrekaður eftir hungur, vökur, göngur, barsmíðar og bönd, en glaður og Guði þakklátur. Það var ekki hægt að líta á það öðruvísi en bænheyrslu, kraftaverk, að honum tókst að strjúka. , Og við, sem höfðum beðið um lausn hans, fengum nýtt þakkarefni og nýja ástæðu til að minnast þess, sem Orðið segir: „Þér, sem áður voruð „ekki lýður“, eruð nú orðn- ir „Guðs lýður“, ■— eignarlýður, til þess að þér skulið víðfrægja dáðir hans, sem kall- aði yður frá myrkrinu til síns undursam- lega ljóss.“ Allt benti til þess, um það leyti, sem við fórum heim, að Sung Deh-tsuen hefði lok- ið dagsverki sínu. En hvort mun þá sonur hans hafa tekið við, fylla skarðið í liðs- mannahóp frelsarans? Og mun hann reyn- ast eins vel, eða betur? Venjulegt er það um þá, sem eru kristnir í annan ættlið. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigur- inn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist!“ Ólafur Ólafsson.

x

Páskasól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.