Páskasól - 01.04.1944, Síða 18
16
PÁSKASÓL
börnin, las hann textann; þá fer hann að
útskýra fyrir þeim hvað það er, sem get-
ur valdið vondri samvizku.“
„Þið sögðuzt vita hvar biskupssetrið væri.
Og þá hafið þið tekið eftir stóra trjágarð-
inum þar. Þar vaxa epli, perur og margs-
konar góðir ávextir. Og þar er sérstaklega
eitt stórt perutré. í fyrra voru afskaplega
rniklar perur á því. Þá var það einu sinni
að umsjónarmaðurinn kom til mín og
sagði: „Biskup, mér sýnist vera farið að
minnka svo mikið á perutrénu.“ Mér sýnd-
ist það líka, þegar ég aðgætti. „Það hlýtur
að vera einhver, sem stelur perunum“,
sagði ég. „Við verðum að halda vörð í
garðinum“. Og við geröum það, umsjónar-
maðurinn, ráðskonan og ég.
Og nú skuluð þið taka eftir.
Það var eitt kvöldið, þegar umsjónar-
maðurinn og ég héldum vörð, að við sáum
lítinn dreng skríða inn um gat á planka-
girðingunni. Við stóðum grafkyrrir. Dreng-
urinn laumaðist í áttina til perutrésins. En
svo kallaði ég hátt: „Hvað ertu að gera?“
Honum brá svo að hann varð eins og lam-
aður. „Skammastu þín ekki fyrir að stela
úr biskupsgarðinum, drengur!“ sagði ég.
„Góði, góði biskup, hringdu ekki á lögregl-
una,“ bað litli vesalingurinn. „Ég skal al-
drei stela aftur.“ — Hringja á lögregluna,
haldið þið að mig hafi langað til þess?“
(Nei, nei, kveða við margar raddir). Hon-
um leið hræðilega illa litla vesalingnum,
hann hafði svo vonda samvizku. En ég varð
þó að hegna honum ofulítið, eða finnst
ykkur það ekki? (Jú, jú, segja margar radd-
ir). En getið þið hugsað ykkur hvernig ég
gerði það? (Nei!) „Nú skríður þú út um gat-
ið sem þú komst inn um, og mundu svo eftir
því, drengur minn, að stela aldrei aftur.“
Hann labbaði í áttina til girðingarinnar.
En vitið þið hvað hann gerði, þegar hann
kom að gatinu og ætlaði að fara að skríða
út? (Nei) Hann snéri við, tók ofan og sagði:
„Þúsund þakkir, biskup, fyrir að þér hringd-
uð ekki á lögregluna.“ Svo hneigði hann
sig hæversklega og sagði: „Góða nótt!“ En
þá gat ég ekki stillt mig lengur, mér lá
við gráti og sárlangaði til að faðma litla
vesalinginn að mér, mér var farið að þykja
svo vænt um hann. Börn, þannig lítur Guð
á vesalings lítinn syndara, sem hefir orðið'
eitthvað á. — Þið skuluð ekki gleyma því.“
Börnin grétu, og sjálfur þerraði biskupinn
tár af hvörmum sér. — Svo hélt hann á-
fram:
„Jesús vill að við séum öll sólskinsbörn.
Og nú ætla ég að syngja söng um það. Viljið
þið það ekki?“ (Jú). Og svo söng hann:
Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn,
er sí og æ skín fyr’ hann
á heimili, í skóla, í hverjum leik,
er honum geðjast kann.
Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn,
Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn.
Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn,
já, það vil ég vera fyr’ hann.
Það var seint á degi, 12. febrúar 1938,
að sú frétt var sögð á prestsetri í Suður-
Noregi, að Lunde biskup væri dáinn. Prests-
frúin fór inn til barnanna og sagði þeim
frá því. — „Æ,“ sagði Símon, hann var elzt-
ur, „hver á þá að skrifa handa okkur sög-
ur?“ — „Æ,“ sagði Haraldur litli, „Það er
hann, sem alltaf segir „kæru börn,“ —
mamma!“—„Úr hverju dó hann, mamma?“
spurði Anna María. „Hann dó skyndilega,“
svaraði hún. — „Það er af því að hann hef-
ir viljað flýta sér að komast til himins,“
sagði litla Anna María. (ó. ó. tók saman).
Prentsmiðjan Edda h.f. — Reykjavík 1944