Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT
Afyrsta degi í Umhverfis- og byggingarverkfræði höfðum við litla hug-
mynd um hverju við ættum von á. A það bæði við um námið og ekki
síst um heim verkfræðinga. En smá saman hafa augu okkar opnast og
er óhætt að segja að sú sjón skapi blendnar tilfinningar. Ætíð erum við minnt
á að heimur verkfræðinga getur verið óvæginn en við vitum líka að mörg
spennandi verkefni bíða úrlausnar.
Enn eigum við eftir að yfirstíga nokkrar hindranir til að komast í tölu verk-
fræðinga en við gerum okkur jafnframt grein fyrir að slíkur titill er engin
ávfsun á virðingu því að hana öðlast maður aðeins með faglegum vinnubrögð-
um. Þess vegna vonast undirritaðir til að eiga góð samskipti við þig, lesandi
góður, ef leiðir okkar skyldu mætast.
Nú lítur 17. árgangur blað Umhverfis- og byggingarverkfræðinema ...upp í
vindinn dagsins ljós. Að útgáfu blaðsins standa sem fyrr nemar á þriðja ári og
er blaðið liður í fjáröflun námsferðar sem farin verður í maí. Að þessu sinni er
ferðinni heitið til Danmerkur, Þýskalands og Austur-Evrópu. Með í för verður
Júlíus Sólnes, prófessor við deildina. I blaðinu er að finna athyglisverðar grein-
ar sem tengjast fræðigreininni. Við val á greinum var reynt að drepa á sem
flestu og vonum við að lesendur hafi gaman af.
Þökkum við greinarhöfundum fyrir fræðandi og skemmtilegt efni og
styrkaraðilum fyrir þeirra framlag.
Nemendur á 3ja ári í Umhverfis- og byggingarverkfrœði
Steinar Ingimar Halldðrsson
Hrund Skarphéðinsdðttir, Árni Kristjánsson,
Hugrún Hjálmarsdóttir Pálina Gísladóttir
Útgefendur og ábyrgðarmenn: Árni, Hrund, Hugrún, Pálína og Steinar
Ritstjóri: Steinar Ingimar Halldórsson
Auglýsingastjóri: Hrund Skarphéðinsdóttir
Umbrot: ísleifur B. Þórhallsson
Prentvinnsla: Litróf ehf / ísafoldarprentsmiðja
Blaðinu er dreift til félaga í Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi Verkfræðinga, Tæknifræðingafélagi íslands, Arkitektafélagi íslands auk smiða og múrara innan samtaka
iðnaðarins. Auk þess er blaðinu dreift til fjölda fyrirtækja.
6 Námsferð ‘97
8
Sultartangavirkjun og
íslensk orkumál
Birgir Jónsson
16
Fagleg sjónarmið við
mat á umhverfisáhrifum
Jónas Elíasson
20 AutoCad Map
Snertill
22 Um eignaskiptayfirlýsingar
Magnús Sædal Svavarsson
25 Nýtt hágæða
einangrunarplast
Húsaplast
26 Global Optimisation of
Design Aiming for
Maximum Profit of
Investmens
Guðmundur Jón Ludvigsson
29 Svæðisskipulag
Miðhálendis íslands
Gísli Gíslason
34
Skafrenningur og
snjósöfnun
Arni Jónsson
38
Það sem koma skal í
gluggum og hurðum
Gluggar og garðhús
Forsíðumynd tekin af Emil Þór. Borað í
Sultartangagöngum 10. febrúar 1998
þegar "efri hæð" ganganna var um 530 m
að lengd.
Upp á lærdóms efsta tindi
upp á sína tíu fingur
sjáir þú mann á móti vindi
míga, það er verkfræðingur.
Höfundur óþekktur
Góðs er vænst um verkfræðinga
vonin snýst í þunga raun
gefa þeir af sér útreikninga
sem ekki stoða minnstu baun.
Örn Arnarsson
...upp í vindinn
5