Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 38
Gluggar og garðhús ehf.
Það sem koma skal í gluggum og hurðum
Gluggar og garðhús ehf. buðu okkur nemendum í Umhverfis- og byggingarverkfræði við
Háskóla íslands í heimsókn nú í vetur og þökkum við fyrir góðar móttökur.
Fyrirtækið er íslenskt og hefur frá stofnun þess árið 1985 sérhæft sig í framleiðslu glugga,
hurða og milliveggja úr uPVC plastefni. En þó einkanlega í sólstofum og svalahýsum.
Kostir uPVC plastefnisins í glugga og hurðir eru
ótvíræðir þegar eiginleikar þess eru hafðir í huga.
Hér er átt við hvernig plastefnið svarar hinu mikla
áreiti íslensku veðráttunnar. I fyrsta lagi gulnar plastefnið
ekki né brotnar upp í sólarljósi. í annan stað hefur raki
engin áhrif á plastefnið þ.e. það bólgnar ekki eða verpist
í slagviðri og bleytu eins og trégluggar og hurðir gera. En
eðli sínu samkvæmt þá hlýtur viður, sem hefur aðra hlið
sína í 100 % raka (úti) en hina í þurru og hlýju lofti
(inni), að breyta lögun sinni með tilheyrandi iekavanda-
málum, sem uPVC plasthurða og gluggaeigendur þekkja
ekki. Innan í glugga- og hurðarrömmum eru stáirammar
sem, styrkja þá og eru stormjárn fest í þá þ.a. ekki er
hætta á að þau losni. I þriðja lagi, og einn vanmetnasti
kostur glugga og hurða úr uPVC efni, er hið litla viðhald
sem þeir/þær þarfnast. Meðan trégluggar og hurðir
þarfnast viðhalds á fárra ára fresti er slíks ekki þörf fyrir
uPVC-piastefni.
Hráefnið kemur frá viðurkenndum framleiðanda í
Þýskalandi, en er sniðið og samsett hjá Gluggum og
Garðhúsum ehf. og er því íslensk framleiðsla. í Evrópu
hafa uPVC-gluggar rutt sér mjög til rúms, og t.d. í
Þýskalandi eru um 65 % allra framleiddra glugga úr
uPVC plastefni.
Við skorum á þig að kynna þér frekar glugga og hurðir
úr uPVCplastefni. □
ÁK, HH, HS, PG og SIH
14 ára reynsla hefur sýnt að sólstofur smíðaðar hjá fyrirtækinu Gluggar og Garðhús ehf, standast íslenskt veðurfar.
Gerum fast verðtilboð í smíði á einingum, uppsetningu og glerjun,
þegar samþykktar teikningar liggja fyrir. Aðstoðum við útfærslu á teikningum.
SÍMINN HJÁ OKKUR ER 554 4300
38
...upp í vindinn