Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 14

Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 14
Sultartangavirkjun og íslensk orkumál Mynd 6. Umhverfisvænn ráðherra- eða borgarstjórabítl frá Audi. Flestir íslensku ráðherrarnir aka nú á Audi bílum með bensínvél, sem er ekki umhverfisvænt. Hér er Audi duo, sem er samboðinn hvaða stórmenni sem er. Hann tíður áfram hljóðlaus og ómengandi í þéttbýlinu við orku frá rafgeymum, en ef fara þarf í tengri ferð en 100 km. þá er skipt yfir á sparneytna díselvél, án þess að hægja á ferðinni. Er þetta ekki eitthvað fyrir umhverfis- og iðnaðarráðherra okkar? Ljósm. Birgir jónsson Þá þarf að vanda vel staðarval fyrir há- spennulínur og meta áhrifin áður en gengið er til verks. Hækkun grunnvatnsborðs vegna miðlunarlóna á gróðurlausum svæðum getur skapað góð skilyrði fyrir gróður og þar með dýralíf. Aurburður jökul- ánna botnfellur að miklu leyti í miðlunarlónin. Árnar neðan lónanna verða því gegnsærri og botnskrið minnkar. Hvort tveggja er jákvætt fyrir lífsskilyrði í viðkomandi vatns- falli. 7. Orkumál íslands og gróður- húsaáhrif Islendingar eru svo heppnir að eiga gnótt af umhverfisvænni og sjálfbærri orku, þ.e. vatnsorku og jarðhita. Kveða þarf skýrt á um í lögum að þessi meng- unarlausa orkuauðlind sé eign þjóð- arinnar og greiða þurfi fyrir nýtingu hennar. Auðlindagjald þetta ætti að renna í ríkissjóð og verja ætti hluta þess til umhverfismála. Virkjunaraðili ætti einnig að greiða nokkra upphæð til viðkomandi héraðs eða kjördæmis sem virkjunin stendur í, og færi það gjald til atvinnu-, samgöngu- og menntamála héraðsins. Nú hefur aðeins eitt sveitarfélag tekjur af hverri virkj- un, þ.e. það sveitarfélag sem stöðvarhús virkjarinnar stendur í. Mikið hefur verið rætt um Ríó-sátt- málann, aðallega um kafla 9 í “Dagskrá 21”, sem fjallar m.a. um losun gróður- húsalofttegunda út í andrúmsloftið. Erlendis er þetta langmesta áhyggju- efni umhverfisþenkjandi fólks. Þrátt fyrir okkar mengunarlausu orku er nær þriðjungur af orkunotkun okkar brennsla jarðefnaeldsneytis, að mestu olíu, sem brennt er í bifreiðum, skip- um og flugvélum. Þetta er yfir 60% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Besta leiðin til að minnka losun á þessum efnum er því að breyta reglum um aðflutningsgjöld mengunarlausra bíla t.d. rafbíla, þannig að þeir verði vænlegri kostur en bensínbílar. Nú þegar eru framleiddar margar tegundir bíla sem hægt er að knýja með raf- magni í borgarakstri en dísilvél í lang- keyrslu utan þéttbýlis, sjá mynd 6. Aðeins lengra fram í framtíðinni kemur svo notkun á vetni í flestar gerðir samgöngutækja, sem nýta vetn- ið til að framleiða raforku án bruna í svonefndum efnahverfli (fuel cell), en þar er útblástursefnið nær eingöngu vatnsgufa. Ástæða þess að svo lítið er um notk- un rafmagns og vetnis á samgöngutæki erlendis er að jarðefnaorku þarf yfirleitt til framleiðslu þessara vistvænu orkugjafa, þannig að í heild minnkar loftmengunin ekki. Hér á landi er þessu öðruvísi varið, því við munum framleiða rafmagnið og vetnið á okkar samgöngutæki og fiskveiðiflota með vistvænni, sjálfbærri orku, þ.e. vatnsorku og jarðhita. Þarna getum við minnkað losun okkar á gróður- húsalofttegundum um a.m.k 40% á næstu 20 árum. I riti umhverfisráðuneytisins um Ríó-ráðstefnuna frá 1992 segir orðrétt: “I orkumálum er lögð áhersla á að ríkið stuðli að aukinni notkun á orku frá endurnýjanlegum og ómengandi orku- gjöfum, svo sem vatnsorku, jarðvarma, sólar- og vindorku, í stað kjarnorku og jarðefnaorku. Leggja ber áherslu á að skipuleggja orku- og iðnaðarmál svæðisbundið með það fyrir augum að draga úr mengun”. Orkuver knúið jarðefnaorku losar um 10 sinnum meira af gróðurhúsaloftteg- undum en iðjuverið, t.d. álver, sem nýtir orkuna. Hin sjálfbæru íslensku orkuver framleiða hins vegar engar slíkar lofttegundir. Með því að reisa ál- ver hér á landi í stað Þýskalands yrði heildarlosun frá orkuveri og iðjuveri samanlagt aðeins um 10% af því sem það er þar. Þar sem gróðurhúsaáhrif ná um allan heim skiptir staðsetning mengunarvaldsins ekki höfuðmáli varðandi loftslagsbreytingar. Það má því segja að í þessu tilliti sé umhverfis- vænt að reisa iðjuver þar sem þau nýta sjálfbæra orku. I umhverfismálaumræðu hér á landi er Landsvirkjun oft mikið gagnrýnd, þó að það fyrirtæki framleiði og mark- aðssetji aðeins hreina og sjálfbæra orku eins og hvatt er í Ríó-sáttmálanum. Enginn hér á landi gagnrýnir olíu- félögin sem selja þó eingöngu meng- andi orku er veldur yfir 60% af losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis. Olíufélögin auglýsa mikið að þau verji peningum til skógræktar og landgræðslu en Landsvirkjun hefur þó varið margfalt meira fé til þessara þátta en olíufélögin. Ef minnka á losun gróðurhúsaloft- tegunda í Vestur Evrópu, þá myndi sæ- strengur sem flytti 600 MW rafmagns frá Islandi til Evrópu draga samsvar- andi úr brennslu jarðefnaeldsneytis þar, sem næmi álíka miklu og öll losun íslendinga nú á gróðurhúsalofttegund- um út í andrúmsloftið. Væri hægt að 14 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.