Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 37

Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 37
Skafrenningur og snjósöfnun vindur blæs í gegnum netin. Rann- sóknin er hluti af stærra verkefni sem Rb vinnur að. Verkefnið felst í því að kanna hvort hægt er að nota fiskinet til þess að safna snjó og hvernig hægt er að útbúa festingar á netin við stoðvirkin þannig að þau standist áætlað vindálag. A tilraunasvæði Rb hafa verið settir upp staurar og net á milli til þess að kanna ofan nefnd atriði. Snjósöfnunargirðing Vegagerðar- innar ofan Litlu Kaffistofunnar Vegagerðin hefur sett mikinn fjölda vegstika meðfram þjóðvegum landsins til öryggis fyrir vegfarendur. Arlega fellur til tiiluvert magn af plast- vegstikum sem skemmst hafa eða brotnað. Vegagerðin og Plastmótun hf, framleiðandi hluta stikanna, hafa kann- að hvort ekki mætti endurnýta plastið til annarra hluta. Ein hugmyndanna sem kom fram var að búa til snjósöfnunarnet serri sett yrði á girð- ingar við vegi. Sumarið og haustið 1997 hóf Vega- gerðin undirbúning að hönnun og uppsetningu tilrauna snjósöfnunargirð- ingar i' samvinnu við Plastmótun hf og Verkfræðistofuna HNIT hf. Markmið undirbúnings- og hönnunarvinnunnar var að: • endurnýta vegstikuplast, • athuga hvort ekki mætti nýta afgangsplastið í snjósöfnunargirð- mgar til þess að minnka snjó- mokstur á ákveðnum vegköflum, • nýta sem mest þann búnað sem Vegagerðin hefur þróað fyrir veg- skilti svo og annan búnað og þekk- ingu sem til er hjá þeim til þess að byggja slíka snjósöfnunargirðingu. Akveðið var að byggja tvær 50 m langar snjósöfnunargirðingar. Hæð annarrar er 3 m og eru stoðirnar heil stálrör með stífingar úr vfrum og rörum. Þessi girðing verður fullbyggð þ.e. henni verður ekki breytt eftir byggingu. Hin girðingin er með stoðir úr plaströrum og henni verður hægt að breyta. Fyrst verður sett 1,0 m há girð- mg en möguleiki er á því að hækka hana eftir því sem snjór sest að henni. I tilrauninni er gert ráð fyrir að girð- ingin verði hæst um 2,6 m og vírstöguð við hver samskeyti. Þéttleiki plastnetsins var ákveðinn um 40% og loftbil undir hærri girð- inguna sett um 60 cm en um 30 cm undir þá lægri. Möguleiki er á því að flytja neðsta net lægri girðingarinnar upp eftir því sem snjór sest en einnig er hægt að bæta við netum eftir þörfum. Með því að byggja girðingarnar með um 40% þéttleika fæst nokkuð langur en aflíðandi skafl og það er síður hætta á því að girðingin fari í kaf. Þá eykst einnig snjórýmd girðinganna en á móti kemur að snjóskaflinn þekur stærra svæði. Vegna sveigjanleika plastsins í girðingunni er reiknað með því að þéttleikinn sé eitthvað minni en 40% þegar hvassir vindar blása um hana. Hönnun snjósöfnunargirðingarinnar miðaðist við að hún gæti skemmst í verstu veðrum en þá yrði gert við hana því auðvelt er að komast að henni. Annað gildir hins vegar fyrir snjósöfnunargirðingar sem byggðar eru ofan upptakasvæða snjóflóða ofan byggðarlaga og ætlað er að minnka snjósöfnun í upptakasvæðin. Þær eru í flestum tilfellum staðsettar þannig að illmögulegt er að koma farartækum að og því yrði öll viðhaldsvinna þar kostnaðarsöm. Þar er því nauðsyn á öflugum mannvirkjum sem þurfa lítið viðhald. Akveðið var að staðsetja tilrauna- girðinguna ofan Litlu Kaffistofunnar í Svínahrauni, norðaustan vegarins. Þar skefur mikinn snjó á hverjum vetri en einnig er þar svæði sem notað var sem efnislager og búið er að raska töluvert og því auðvelt að setja upp girðingu án þess að raska umhverfinu að ráði. Þá er staðurinn einnig skammt frá Reykjavík þannig að auðvelt er fyrir þá sem að tilrauninni standa að kanna árangurinn með snjódýptarmælingum. Ekki var gerð athugun á vindáttum né tíðni þeirra áður en uppsetning girðingarinnar hófst en stuðst var við þekkingu starfsmanna Vegagerðarinnar sem vinna að snjóruðningi á svæðinu. Töluverðar líkur eru á því að snjór geti safnast bæði norðaustan og suðvestan girðingarinnar vegna staðhátta. Þá má einnig búast við því að ef mikinn skafsnjó festir við stærri girðinguna muni skaflinn geta náð inn á þjóðveg. Fyrsta snjómælingin sem gerð var 22. febrúar 1998 bendir einnig til þess því nokkurn snjó hafði sett niður norð- austan girðinganna. Fylgst verður með því hvernig snjóþekjan breytist og hvort hún minnkar og safnast suðvest- an við girðinguna í norðaustan átt. □ ...upp í vindinn 37

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.