Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 35

Upp í vindinn - 01.05.1998, Blaðsíða 35
Skafrenningur og snjósöfnun [ilMiMg4.1i] fram af Duynin: Q =V'(Vo,2 ~vh-)3 þar sem Q er snjómagn, V er fasti, V0 2 m yfir landi Vkr er vindhraða- þröskuldur fyrir flutning snævar. Þá hafa verið settar fram líkingar fyrir mismunandi flutning snævar t.d. saltation. Ekki verður farið nánar út í þær hér. Vandamál vegna skafrennings og snjósöfnunar Skafrenningur veldur margvíslegum vandamálum fyrir samgöngur á landi og íbúðarbyggð en einnig með krapamyndun í ám og snjósöfnun og hengjumyndun í upptakasvæðum snjóflóða. Ef skoðuð eru helstu áhrif skafrennings á samgöngur á vegakerfi landsins þá er helst að nefna að umferð hægir verulega eða stoppar alveg, veg- sýn minnkar verulega og í verstu til- fellum sést örfáa metra fram fyrir bíl- inn. Okumenn eiga erfitt með að greina veginn og þær hindranir sem á veginum geta verið og lenda því iðulega í ákeyrslum, útafakstri eða sitja fastir í sköflum sem hafa myndast á veginum. Einnig eiga rafkerfi bílanna það til að blotna og þeir verða óökuhæfir og um leið hindranir sem erfitt er fyrir aðra ökumenn að varast. I miklum skafrenningi geta hindr- anir á vegum eða við vegi safnað að sér miklum snjó sem getur truflað umferð og jafnvel verið hættulegur henni ef skyggni er slæmt. I þéttbýli getur snjóruðningur verið mikið vandamál. Annars vegar getur Heiti Beaufort Vindhraði Vindhraði Áhrif að vetrartíma [m/sek] [hnútar] Logn 0 0-0,2 <1 Andvari 1 0,3-1,5 1-3 Kul 2 1,6-3,3 4-6 Gola 3 3,4-5,4 7-10 Stinningsgola 4 5,5-7,9 11-16 Kaldi 5 8,0-10,7 17-21 Stinningskaldi 6 10,8-13,8 22-27 Allhvass vindur 7 13,9-17,1 28-33 Hvassviðri 8 17,2-20,7 34-40 Stormur 9 20,8-24,4 41-47 Rok 10 24,5-28,4 48-55 Ofsaveður 11 28,5-32,6 56-63 Fárviðri 12 >32,7 >64 Tafla 2. Taflan sýnir yfirlit yfir veðurhæð, vindhraða og áhrif Snjór fellur nær því lóðrétt niður. Vindur merkjanlegur. Snjókorn sveigja undan vindi. Vindur vel merkjanlegur í miklum kulda. Snjókorn hreyfast meira til hliðar en niður. Vindur getur verið óþægilegur í kulda. Snjókorn færast hraðar til hliðar en þau falla. Vindur er óþægilegur í kulda. Snjókorn feykjast í vindinum og valda óþægindum í andliti. Erfitt að ganga á móti vindi og snjór lemur í andlitið í kófi. Erfitt að vera með óvarið andlit. Mikið kóf og skafrenningur. I mótvindi þarf að ganga álútur til að verja andlit. Skyggni nokkur hundruð metrar. Mikill skafrenningur og skyggni innan við 100 m. Áttun erfið. Ekkert ferðaverður! Tré brotna og feykjast með vindi. Ekkert ferðaverður! Skemmdir á mannvirkjum. Ekkert ferðaverður! Miklar skemmdir á mannvirkum. ...npp í vindinn 35

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.