Upp í vindinn - 01.05.2009, Side 4

Upp í vindinn - 01.05.2009, Side 4
Aftari röð: Magnús Karl Gylfason, Birkir Ingibjartsson, Arnar Björn Björnsson, Guðmundur Marteinn Hannesson, Björgvin Sigmundsson, Óttar Hillers, Halla Bryndís Jónsdóttir, Matthías James Spencer Heimisson, Laufey BjörkSigmundsdóttir, IngvarÁrnason. Fremri röð:Sigurður Bjarki Rúnarsson, Dórótea Hoeg Sigurðardóttir, Lilja Oddsdóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Lilja Bjarnadóttir, Nína Baldursdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Björn Ástmarsson. Ritstjórnarpistill I gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að nemendur á þriðja ári grunnnáms við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Islands fari í námsferð erlendis að loknum vorprófum. Námsferðin markar viss þáttaskil í námsframvindu nemenda. Sumir nemendur kjósa að fara beint í framhaldsnám, bæði hér á landi sem og erlendis, á meðan aðrir kjósa að taka sér hvíld frá námi. Markmið námsferðarinnar er að veita nemendum innsýn í umhverfis- og byggingarverkfræðilegar framkvæmdir í framandi löndum. Í ár verður farið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, nánar tiltekið til Dubai. Fjáröflun ferðarinnar er alfarið undir nemend- um komin. Stærsti liður fjáröflunarinnar er útgáfa blaðsins. ..upp í vindinn. Blaðinu er ætlað að vera vettvangur fræðilegrar umfjöllunar á sviði umhverfis- og byggingarverkfræði og gefst fræðimönnum á þeim sviðum kostur á að koma á framfæri greinum þar að lútandi í blaðinu. Fyrir hönd 3. árs nema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands, vill ritstjórn koma á framfæri þökkum til greinahöfunda, auglýsenda og styrktaraðila við útgáfu 28. árgangs blaðsins ...upp í vindinn. Ritstjórar blaðsins: Arnar Björn Björnsson og Óttar Hillers 4 I ... upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.