Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 22

Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 22
Brunahönnun stálburðarvirkja útreikningum til að reikna raun-hitaferli í viðkomandi byggingu. Ýmsir möguleikar í hönnun Ymsar aðrar aðferðir eru mögulegar til að sporna við hækkun hita í stálinu, aðrar en að nota sérstaka einangrun, t.d. með því að nota steinsteypu sem hluta af brunavörnum fyrir stál. Með þvr er hægt að nýta sér hagstæða eiginleika steypunnar við bruna á sama tíma og hagstæðir eiginleikar stálsins eru nýttir við hina almennu burðarþolshönnun [8]. Þegar steypufyllt stálsúla hitnar vegna bruna tekur steypan upp hluta af þeim hita sem stálið hefði annars fengið vegna mikillar varmarýmdar steinsteypunnar og lækkar á þann hátt hitann í stáhnu. Stærsti kosturinn við steypuna er þó aukin stífni sem burðarvirldð fær og sá þrýstingsstyrkur sem steypan gefur. Þetta kemur best í ljós hjá steypufylltri súlu þar sem stálið hitnar fljótt upp á meðan tiltölulega kaldur steypukjarninn tekur upp sífellt meira af burðinum. Mynd 4 sýnir hitastigið í steypufylltri stálsúlu við staðlað brunaferli í 30 mínútur og á mynd 5 er hitastigið í stálinu sýnt, sem fall af tíma. Þegar auka þarf burð steypufylltrar súlu við bruna er oft nauðsynlegt að nota steypustyrktarjárn í súlunni, en krafa um slíkt fer auðvitað eftir kröfú um brunamótstöðu (t.d. R30, R60, R90 o.s.frv.), þykkt súlu, nýtni burðarvirkisins við brunaálagsfléttuna o.fl. Til þess að trygga virkni þessara burðarvirkja er nauðsynlegt að ýmis deili séu rétt útfærð. Það er t.d. mikilvægt að steypan nái aJla leið upp i topp á súlunni, sérstaklega þegar steinsteypan þarf að taka við þrýstikröftum við aukinn hita stálsins. Auk þess verður að bora göt á stálið til að hleypa út yfirþrýstingi frá vatni í steypunni, sem myndast þegar hún hitnar. Lokaorð I dag er til þekking á greiningu á brunamótstöðu burðarvirkja og bestun á brunavörnum þeirra. Slíkar greiningar krefjast þó margvíslegra brunatæknilegra líkana og nákvæmra upplýsinga um efniseiginleika t.d. einangrunarefna. Fyrir byggingar með burðarvirki úr stáli hefúr oft reynst mjög hagkvæmt að gera sérstakar greiningar á stálburðarvirkjum með tilliti til brunavarna, sérstaklega þegar hægt er að koma þeim að í byrjun hönnunar. HEIMILDIR [1 ] Eurocode 1: Basis of design and action on structures - Part 1 -2: Action on structures exposed tofire., (ST EN 1991-1-2:2002. [2] BöðvarTómasson, Björn Karlsson, Jens Bengtsson and Daði Þorsteinsson. A Probabilistic Risk Analysis Methodology for High-rise Buildings taking into Account Fire Department Intervention Time. Proceedings of the IAFSS 9th international Symposium on Fire Safety Science, Karlsruhe Institute of Technology, Karlsruhe, Germany, September 2008. [3] BöðvarTómasson, Björn Karlsson, Jens Bengtsson and Daði Þorsteinsson.The Influence of Fire Department Intervention for the Fire Safety of High-Rise Buildings, Proceedings of the 7th International Conference on Performance Based Codes and Fire Safety Design Methods, Auckland, New Zealand, April 2008. [4] Anderberg, Y., Pettersson, O., Brandteknisk dimensionering av betongkonstruktioner - del 1, Byggforskningsrádet, Stockholm 1992. [5] George Guigay, BöðvarTómasson, Jens Bengtsson, Björn Karlsson, Jónas Elíasson, Using Computational fluid Dynamics in Fire Safety Engineering of Buildings.The 19th International Symposium on Transport Phenomena, August, 2008, Reykjavik, lceland. [6] BöðvarTómasson, Björn Karlsson, Áhættugreining brunavarna, hvað er ásættanlegt öryggi? Árbók verkfræðingafélags íslands, 2005. [7] Eurocode 3: Design of steel structures - Part 1 -2: General rules - Structural fire design. ÍST EN 1993-1-2:2005. [8] Eurocode 4: Design of composite steel and concrete structures - Part 1 -2: General rules - Structural fire design. ÍST EN 1994-1 -2:2005. FAGFÓLK VELUR WÚRTH PÓSTURINN allur pakkinn T Ó V HHNIT Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • S: 570 0500 • www.hnit.is - 22 I ... upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.