Upp í vindinn - 01.05.2009, Qupperneq 28

Upp í vindinn - 01.05.2009, Qupperneq 28
Ljósið kemur langt og mjótt „Fyrst eru göng, faðmur á breidd, með bitum og þaki og svo mörgum gluggum í þakinu, að það nægir til að gefa birtu í þau.Til eru glerrúður í þeim, en oftast svigi með skæni. Gefur góða birtu. Hlemmar eru settir yfir þessa glugga í hríðum" [1]. Hér vitnar Jónas í lýsingu Horrebows á húsaskipan og bæjarbyggingum íslands á 17. og 18. öld. Síðar í þessari ágætu bók Jónasar er skemmtileg lýsing á íshellum sem notaðar voru til hlífðar og einangrunar glugga á vetrum. í dag eru gluggar og gler mjög áberandi í húsbyggingum hér á landi sem erlendis. Sér í lagi verslanir, skrifstofuhúsnæði og háhýsi eru nánast fullklædd gleri. Svo er komið að ýmsum þykir þessi„glerjun" borgarlandslagsins smekklaus og óviðeigandi. Fjallkonan í latexgalla. Nú skal það ekki vera mitt að gera hinum tilfinningabundna hluta umræðunnar um notkun glers í byggingum skil, þó þetta væri í sjálfu sér ærið verkefni og þarft. Þegar horft er til þess að í dag, á tímum reglugerða, tölva og gæðakerfa, rísa heilu hverfin sem líta út eins og hesthús með póstkassa, þá má færa að því nokkur rök að umræðan um gler er í raun bara einn flötur á þeirri umræðu sem snýr að hönnunarmenningu í stærra samhengi, því þessi„copy-paste" hverfi eru ekki öll úr gleri. Burtséð frá þvi hvort útkoman verður augnayndi eða minnismerki andleysis, þá eru allflestar byggingar hannaðar af arkitektum og verkfræðingum skv. gildandi reglugerðum og stöðlum og þær svo teknar út af byggingarfulltrúa. Hér á eftir verður fjallað um hönnun glers frá verkfræðilegu sjónarmiði. SIGURÐUR GUNNARSSON Stúdentfrá MR 1988, Byggingarverkfræðipróf frá HÍ1993 ,Dr.-lng. í byggingarverkfræði fráTU Darmstadt 1998. Hefurstarfað hjá Almennu Verkfræðistofunni hf frá 2006. Ergestaprófessorvið Staedelschule ÍFrankfurt Main og sinnirtímakennslu við Listaháskóla (slands. Meðal helstu verkefna eru Háskólatorg, Guðríðarkirkja, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Náttúrfræðistofnun íslands, Hús íslenskra Fræða - Stofnun Árna Magnússona. Glersverð 7. desember 2008 var Guðríðarkirkja vígð í Grafarholtssókn. Þetta ku vera fyrsta kirkja á Islandi sem byggð er í alútboði. Verktakar voru Sveinbjörn Sigurðsson og arkitektar Arkþing. Almenna Verkfræðistofan (AV) var hluti af stóru ráðgjafa teymi og annaðist hér - í ágætu samstarfi við arkitektana Þórð Þorvaldsson og Guðrúnu Ingvarsdóttur - auk hönnun lagna- og loftræsikerfa, burðarvirkja og jarðskjálfta einnig hönnun altarisgluggans. Grunnhugmyndin var að skapa 3víða altarismynd og því var óskandi að hinn c.a. 13mx3,5m stóri altarisgluggi væri sem lítt sýnilegastur. Hér hófst mjög skemmtilegt samstarf við Samverk á Hellu. Með því að nýta slípi- og skurðarvélar þeirra þá tókst bæði að milda mjög ásýnd gluggans og þróa nýstárlega lausn við festingu glersins - án venjulegra ógegnsærra gluggapósta. Sú staðreynd að gler hefur svipaðan fjaðurstuðul og ál og einnig það að togstyrkur glers er hærri en þrýstistyrkur steinsteypu var notað til að þróa mjög granna gluggapósta - glersverð. Þróunarferh, uppsetning og útkoma er sýnd á myndum 1- 8. Orðið glersverð er annars lausleg þýðing úr þýsku „Glasschwert". Mynd 1-5 Samsetnig og deili Glersverðs 28 i ... upp í vindinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.