Upp í vindinn - 01.05.2009, Side 56

Upp í vindinn - 01.05.2009, Side 56
Gangverk borgarlífsins Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á verklegum framkvæmdum borgarinnar en bygging, rekstur og viðhald mannvirkja í eigu borgarinnar er kjarni starfsins. Umfangsmikil starfsemi sviðsins sláptist í stórum dráttum í tvo þætti, framkvæmdir og rekstur, en þeir endurspeglast í uppbyggingu sviðsins með tveimur burðarásum: mannvirkjaskrifstofu, sem hefur umsjón með öllum nýframkvæmdum og endurgerð húsbygginga, gatna, stiga og opinna svæða, og hins vegar skrifstofa gatna- og eignaumsýslu, sem sér um rekstur og viðhald gatna, fasteigna og opinna svæða. Þess utan er rétt að nefna landupplýsingadeild Framkvæmda- og eignasviðs, sem annast útgáfu mæliblaða, landmælingar og rekstur Landupplýsingakerfis Reykjavíkur (LUKR), en aðrar deildir teljast til hefðbundinna stoðdeilda. Aðalsjóður Eignasjóður Skatttekjur Leiga - húsnæði I jr i Leiga - búnaður Þjónustusamningar Sala byggingarréttar Gatnagerðargjöld Sala eigna Sértekjur Lántaka Stofnkostnaður Kaup á landi og fasteignum Afborganir lána Viðhald og rekstur - Innri rekstrarkostnaður Lántaka Afskriftir Mynd 1 Til að gefa hugmynd um verkefni sviðsins er hér stiklað á nokkrum þáttum í starfsemi sviðsins, en fýrst snúum við okkur að nýlegum breytingum á rekstrarformi sviðsins. Aukin hagkvæmni með breyttu rekstrarformi I upphafi árs 2008 komu til framkvæmda verulegar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sviðsins sem höfðu afgerandi áhrif á stöðu þess innan borgarkerfisins. I stuttu máli má segja að breytingin felist í því að starfsumhverfið líkist nú meira því að um sjálfstætt fyrirtæki sé að ræða. Aður var sviðið bókfært að hluta í aðalsjóði Reykjavíkurborgar, og að hluta í sérstökum eignasjóði, en nú voru allar skuldir aðalsjóðs færðar í eignasjóð og hann færður undir hatt sviðsins. I framhaldinu var nafni sviðsins breytt úr Framkvæmdasviði Reykjavíkur yfir í Framkvæmda- og eignasvið til þess að undirstrika þessa breytingu. Mynd 1 sýnir fjárstreymi aðalsjóðs og eignasjóðs. Framkvæmda- og samþykktarferli sviðsins ;............\ Borgarstjórn i j Framkvæmda- og eignaráð j :....................... i Borgarstjóri Sviðsstjóri Aðstoðarsviðsstjóri Gæði, þróun og greining Samráð sviða (fsr. uhs. SKB) ^ Bláa örin sýnir áfangaskil og samþykktir hjá ráðum GÆÐAHRINGUR Myrid 2 Framkvæmda- og eignasvið fær eldd lengur bein framlög úr aðalsjóði eins og önnur svið, en hefur tekjur í formi innri leigu og þjónustusamninga, sölu byggingaréttar, gatnagerðargjalda og það sem upp á vantar til fjárfestinga er fjármagnað með lánum. Markmiðið með þessum breytingum er að efla sjálfstæði sviðsins og stuðla að auknu gegnsæi í kostnaði sem knýr á um aukna kostnaðarvitund innan borgarkerfisins. Framkvæmda- og eignasvið sér nú um fjármögnun framkvæmda og er lagt upp með heildarfjármögnun stórra verkefna. Ahersla er lögð á skýra samþykktarferla þannig að fagráð, ásamt borgarráði og framkvæmda- og eignaráði, fái glögga mynd af kostnaðarþróun hvers verks á framkvæmdatímanum. Með innri leigu fæst mikilvægur samanburður á kostnaði einstakra 56 I ... upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.