Upp í vindinn - 01.05.2009, Page 82

Upp í vindinn - 01.05.2009, Page 82
Til móts við nýja dögun Vatnshreinsibúnaðurtekinn út borðaðir voru allir partar andarinnar, allt frá hálsi niður í fit. Xi'an Einn mesti fornleifafundur veraldar, 7000 manna neðanjarðar leirstyttuher frá tímum Quin keisarans sem komið var fyrir til að vernda gröf hans. Það sem er einstaklega merkilegt við þennan her sem heitir Terracotta er að hann fannst aðeins fyrir 35 árum. Við vorum svo heppin að hafa tíma til að skoða og fræðast um þá. Bjórverksmiðja var sótt heim þar sem sérstök áhersla var lögð á umhverfisverkfræði, meðal annars fræddumst við um hvernig úrgangi úr verksmiðjunni væri stjórnað og hvernig hreinsunarbúnað þau notuðust við. Við komumst að því að umhverfisverkfræðikúrsinn okkar hjá Hrund hefði skilað okkur nægri þekkinu til að geta greint og spurt um nær allt hreinsunarkerfið þeirra. Guilin - Yangshuo Eftir ferð í dýragarðinn í Guilin sigldum við frá bænum upp Li-fljótið til Yangshuo. Sigling þessi mun líða hópnum seint úr minni því allt umhverfi árinnar er gríðarlega fallegt. A leiðinni sáum við hvernig fólk til sveita býr, ræktar og veiðir. Dulúð sveipar sérkennilega lagaða fjallstindana sem virtust rísa úr ánni og teygja sig til himins. Yanghshuo var lítill og heillandi bær. Sérlega fróðlegt var að hjóla um hrísgrjónaakrana og sjá andstæðurnar við lífið í borgunum. Verltfræðingar hafa greinilega lítið komið að skipulagi landbúnaðarins en hann var mjög frumstæður. Hópurinn í heimsókn hjá skipulagsráði Shanghai Shanghai Hópurinn byrjaði á að fara í skoðunarferð um borgina þar sem Yuyan garðarnir, buddha musteri og fleira áhugavert var skoðað. Einnig var miðbær Shanghai skoðaður sem lætur Manhattan líta illa út. Himinháar byggingar virðast teygja sig til himins en við heimsóttum einnig sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins og fórum hátt í 300m hæð sem gaf okkur góða yfirsýn yfir svæðið. Farið var í hröðustu farþegalest sem byggir á nýrri Maglev tækni. Lestin fór á þessum tíma í 431 km hraða en kemst þó mun hraðar. Lestin gengur milli bæjarins og flugvallarins. Daginn eftir var Donghai brúin skoðuð. Donghai brúin var opnuð 2005 og er ein sú lengsta í heiminum. Einnig var farið í síðastu fagheimsóknina þar sem fólk frá skipulagsráði borgarinnar sagði okkur frá helstu framkvæmdum og viðfangsefnum vegna Expo heimssýningarinnar sem verður næst haldin í Shanghai. Eiginlegri tveggja vikna útskriftarferð með fullri dagskrá lauk í Shanghai. Stærstur hluti hópsins nýtti þó tækifærið og fór í vikufrí til Tælands. Við þökkum Birni Marteinssyni, dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild HI kærlega fyrir samstarfið en hann var okkur ómetanleg stoð og stytta með frábær innlegg í fagheimsóknir sem og aðrar heimsóknir í ferðinni. Siglt upp Li-fljótið 82 I ... upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.