Feykir


Feykir - 25.01.2023, Side 7

Feykir - 25.01.2023, Side 7
veður sem koma að norðan,“ segir Óðinn og vísar í með- fylgjandi skjáskot af vef Veður- stofunnar [hér til vinstri] sem tekið var sl. föstudagsmorgun þegar hvassviðri og asahláka gekk yfir landið. Áður, þegar aðeins voru tvær veðursjár á Miðnesheiði og Fljótsdals- heiði, segir Óðinn ljóst að greinaleikin á veðrinu úti fyrir Norðurlandi hefði verið um- talsvert verri. Myndin sýnir úrkomu, en á myndum sem aðgengilegar eru innanhúss á Veðurstofunni er t.d. einnig hægt að sjá vindinn á sambæri- legum myndum. Óðinn segir að því miður verði bið á því að Bjólfur verði virkur og frestast það verkefni fram á vorið. En þessar tvær veðursjár á Selfelli og Bjólfi, ásamt þeirri á Miðnesheiði við Keflavíkurflugvöll, breytingu úr færanlegri í fasta veðursjá á Kirkjubæjarklaustri og síðan veðursjám sem til stendur að setja upp á Melrakkasléttu og á Vestfjörðum mun gefa þá þekju sem Óðinn segir nauðsynlega. „Með þessum veðursjám höf- um við góða þekju yfir landinu og erum jafnframt að horfa út fyrir ströndina og fylgjast með lægðagangi sem kemur upp að landinu. Þar er fyrsta veður- sjáin, á Miðnesheiði, í ákveðnu lykilhlutverki því að flestar lægðirnar koma upp að suð- vestur horninu. En það eru líka lægðir sem berast til okkar úr norðri, fara hringinn og læðast þannig á bak við okkur en þeim fylgir oft á tíðum úrkoma sem getur valdið usla með miklum rigningarveðrum og flóð- ástandi. Radarinn á Skagatá og á Melrakkasléttu eru hugsaðir til þess að sjá þennan lægða- gang og úrkomu sem lægðirnar eru að bera með sér upp að landi og það sama má segja með fyrirhugaða veðursjá á Vestfjörðum, hún hefur mikinn tilgang í ofanflóða- og snjó- flóðaeftirliti sem Veðurstofan stendur fyrir.“ Óðinn segir þetta verkefni um uppbyggingu veðursjár- kerfisins vera með allra stærstu verkefnum sem Veðurstofan hefur ráðist í m.t.t. fjárfestingar og uppbyggingar innviða. „Við höfum verið með veðursjána á Miðnesheiðinni í mjög langan tíma og hún hefur löngu sannað gildi sitt. En þetta er það mikil fjárfesting að það hefur þurft að hafa töluvert fyrir því að koma þessu verkefni á koppinn. Við vonumst til þess að fyrirhuguð uppbygging geti gengið eftir á næstu árum, alla vega fyrir 2030 og þá verði allar þessar veðursjár komnar upp sem ég hef sagt frá, á Skagatá sem nú er virk og á Bjólfi sem vonandi kemst í gagnið á miðju næsta ári. Við höfum einnig endurnýjað allan búnað á Miðnesheiði þannig að þetta er heljarinnar áfangi sem er búinn nú þegar en síðan þurfum við að ráðast í þessar uppsetningar bæði á Melrakka-sléttunni, fyrir vestan og svo á Kirkju- bæjarklaustri. Síðasta stórverkefni Helga verktaka Húni.is segir frá því í des- ember að bygging mannvirk- isins hafi verið í höndum Helga Gunnarssonar, verktaka á Skagaströnd, og hefur eftir Ólafi Bernódussyni, í pistli hans í Morgunblaðinu, að hafi verið síðasta „stóra“ verkefni Helga sem hefur nú látið af störfum eftir 42 ára þjónustu við íbúa og nágrannabyggðir sem húsasmíðameistari en hann hefur á þessum árum séð um allar meiriháttar byggingar- framkvæmdir á Skagaströnd, t.d. kirkjuna og íþróttahúsið. Fram kemur einnig að tveir ungir og atorkusamir menn, Gísli Reynisson og Ragnar Björnsson, hafi keypt fyrirtæki Helga og tekið við keflinu úr hans höndum. Selfellið er þar sem merkingin er. MYND AF KORTI LANDMÆLINGA ÍSLANDS Ekki amalegt útsýnið á heiðinni. MYND: GUNNI RÖGG Þá er bara að koma kúlunni á sinn stað. MYND: JÓI ÞÓRÐAR Steypa flutt um erfiðan vegarslóða að Selfelli. MYND: GUNNI RÖGG Veðursjáin er engin smá smíði. MYND: JÓI ÞÓRÐAR Þar sem ekkert er eins og það sýnist er erfitt að lifa og þrá. Þar sem allt inn í tómleikann týnist og tilveran öll verður grá. Þar sem ljós er ei lengur að finna er lífið svo andlega snautt. Þar sem sótt er til síðustu kynna og sólskin í augum er dautt. Hvað er þá til reisnar og ráða, hvað réttir þá stefnuna við, og styrkir það hrellda og hrjáða sem hrópar og biður um frið? Hver einasti maður þess minnist að mennskan er gjöful á þor. Að fyrst er hann fórnarlund kynnist þá fara að léttast hans spor. Svo leiðin til friðar er fengin ef forðast er allt sem er hjóm. Og verði hún virkjuð og gengin þá vaxa í sálinni blóm. Sá gróður er andlega gjöfin sem gildir til blessunar jöfn. Með sólskini send yfir höfin hún síðast menn leiðir í höfn. Rúnar Kristjánsson Andlega gjöfin 04/2023 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.