Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 16

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 16
 t Þroskaþjálfinn Viðtalið Viðtal við Þór Garðar Pórarinsson, þroskaþjálfa/framkvæmdastjora. ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ HAFA VALIÐ STÖRF MEÐ FÖTLUÐUM Viðtalið tók Hulda Harðardóttir Hver er ástæða þess að þú byrjaðir að vinna í þessum málaflokki? Það má segja að það hafi verið hrein tilviljun sem réði því að ég fór út á þessa braut. Á menntaskólaárunum var ég sam- ferða mörgum ágætum drengjum sem voru eldri en ég og höfðu unnið sem gæslumenn í þjónustu við vangefna. Þeir lýstu því fjálglega hvað það væri ágætt að vinna með vangefn- um þannig að ég ákvað að fylgja fordæmi þeirra og slá til með að gera tilraun með hvort þessi vinna myndi ekki henta mér. Það sem hafði einnig áhrif á ákvörðun mína var að árinu áður hafði ég lent í alvarlegu vinnuslysi í byggingavinnu sem ég hafði unnið við á sumrin mörg undanfarin ár. Þetta slys olli því að ég ákvað að reyna fyrir mér á nýjum vettvangi. Ég hafði verið á fé- lagsfræðibraut í skólanum og það hafði því nokkur áhrif á það að ég var frekar hallur und- ir störf sem lutu að því að vinna með fólki. Mér var þó engan veginn ljóst hvað ég vildi verða og ekki var það algengt á þessum árum að karlmenn ynnu störf í þjónustu við van- gefna. Ég fékk margar spurningar um það úr LYKILATRIÐI; ÉG SJÁLFUR, ÞROSKI MINN OG STYRKUR, ERU FORSENDA ÞESS AÐ NÁ ÁRANGRI. mínu nánasta umhverfi hvort ég hefði ekki hug á því að læra eitthvað annað en að vinna með fötluðum. Eftir á er ég á- nægður með að hafa valið mér þennan starfsvettvang þó svo að stundum hafi róðurinn verið erfiður. Það er þó alveg ljóst að ánægjustundirnar standa upp úr þegar litið er til baka. Það er gleðilegt, að fá tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til þess að hópur fatlaðra geti búið við sómasamlegar aðstæður í samfélaginu. Ég hef þó oft nú seinni ár velt því fyrir mér hvers vegna ég valdi þennan starfsvettvang. Ég leit á það sem hreina tilviljun að ég byrjaði að vinna á Deild 2 á Kópavogs- hæli. Vegna þessara pælinga minna tók ég fyrir stuttu áhuga- sviðspróf og viti menn, niðurstöðurnar sögðu að best ætti við mig að vera í umönnunar, kennslu og fræðslustörfum, þannig að það má kannski segja að starfsval mitt hafi ekki ver- ið nein tilviljun þegar allt kemur til alls. Hvenær útskrifaðist þú sem þroskaþjálfi og hver var á- stæða þess að þú gerðist framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofú málefna fatfaðra á Reykjanesi? Ég lauk þroskaþjálfaprófi frá ÞSI 1980, en samhliða námi í Þroskaþjálfaskólanum hafði ég unnið við meðferð á alkó- hólistum á Vistheimilinu á Vífilstöðum. Þar starfaði einn á- gætur félagsráðgjafi sem hafði með góðum vinnubrögðum vakið athygli mína á því að ég gæti enn bætt við færni mína í þáttum er viku að færni í viðtals- og meðferðartækni. Ég sótti um að komast í félagsráðgjöf í Noregi og komst inn á skóla sem getið hafði sér gott orð. Sú námsdvöl og reynsla sem mér áskotnaðist var góð viðbót við það sem ég hafði numið áður. Árið 1984 voru samþykkt lög um málefni fatlaðra sem byggðu að nokkru á lögum um aðstoð við þroskahefta frá árinu 1979. Ég hafði þá nýhafið störf eftir félagsráðgjafanám- ið á Fræðsluskrifstofti Reykjaness sem hafði með þjónustu við fatlaða að gera á Reykjanesi. Það lá þá noltkuð beint við þegar auglýst var eftir starfsmanni í stöðu framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar Reykjaness að ég sæktist eftir starfinu. Ég fékk starfið og hef haft það sem aðalstarf síðan. Hver er starfskenning þín? Starfskenningin er skýr og byggir á því að ég legg áherslu á það lykilatriði að ég sjálfur, þroski minn og styrkurinn sem af honum hlýst sé forsenda þess að ég nái þeim árangri sem ég stefni að með góðum liðstyrk öflugs samstarfsfólks. Ég þarf að vera meðvitaður um veganesti mitt í lífinu, hvaða áhrif það hefur á mig og samskipti mín við sjálfan mig og umhverfi mitt. Ég þarf að hafa skýra sýn á það hvernig ég nota sjálfan mig í starfi og hvernig ég laða fram það besta í fari annarra. Einnig hvernig ég fæ aðra með mér til að stefna að sameiginlegu markmiði með heildarsýn í huga. Hvernig finnst þér best að tryggja það að undirmenn þínir starfi eftir þínum kenningum? 16

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.