Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 19

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 19
Starfsdagar Unnur Fríða Halldórsdóttir Starfsdagar á nýrri öld Fagvitund Nú þegar hyllir undir að núverandi fagráð láti af störfum þá er mér það ljúft að fylgja úr hlaði útdráttum úr fyrirlestrum sem voru fluttir á starfsdögum ÞI í byrjun nóvember árið 2001 og birtast hér í blaðinu. Undirbúningur starfsdaga sem fram fór á tímabilinu mars - nóvember 2001, var j' höndum fagráðs og voru margir fundir á þeim tíma. Fljótlega varð ljóst að fagvitund yrði yfirskrift starfsdaganna. Hvers vegna? j| Jú, verkfall stéttarinnar síðastliðið vor og sumar hafði í för með sér mikla og þarfa um- ræðu um fagið. Þroskaþjálfar verða að búa yfir sterkri fag- vitund. Því var allt kapp lagt á að fá sem breiðastan hóp þroskaþjálfa til að fjalla um efnið. Voru því bæði kallaðir til eldri og reynslumeiri félagar og nýútskrifaðir. Sú nýjung var viðhöfð að öllum var greidd ákveðin þóknun fyrir fyr- irlestrana og þótti fagráði það skipta miklu máli. Starfsdagarnir voru svo haldnir 1.-2. nóvember 2001 á Hótel Sögu og sóttu þá 120-135 manns. Þroskaþjálfanem- ar á 1. ári áttu kost á að hlýða á fyrirlestra I fyrri daginn þar sem umfjöllunarefnið tengdist beint námsefni þeirra . Fyrirlestrar voru fluttir báða dagana og voru þeir mjög fróðlegir. Seinni daginn var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa sem unnu með efni fyrirlestranna. Hópstjórar skiluðu niðurstöð- um vinnuhópanna í lok starfsdaganna. Skip- uð var ályktunarnefnd sem sat að störfum báða dagana. Alyktanir starfsdaga voru sam- þykktar af fundarmönnum og birtust síðar í fjölmiðlum. fagráði sitja Aslaug Þórðardóttir, Guðríður Björnsdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir, Þóra Elín Arnarsdótt- ir, ásamt undirritaðri. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum, sem komu að undirbúningi starfsdagana á einn eða á annan hátt. Fyrir hönd fagráðs ÞI Unnnr Fríða Halldórsdóttir, formaður I rntu þértifið vió bjóðum uppá einfaídar lausnir og gæði Fjölbreytt úrval hjálpartækja Verslunin er opin kl. 8:30-17:ÖO alla virka daga Nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 569 3100 Stórhöfða25 | HOReykjavík | Simi 5693100 \ Fax 569 3101 \ eirberg@eirberg.is \ www.eirberg.is W Brber9 ÞJÓNUSTUFYRIR ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á H EIL B RIG ÐIS S VIÐI

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.