Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 24

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 24
 Þroskaþjálfinn Starfsdagar Hrönn Kristjánsdóttir HVAÐA ÞÆTTIR HAFA AHRIF Á HVERNIG ÞROSKAÞJÁLFA VEGNAR í STARFI? Inngangur Hér er gerð grein fyrir efni fyrirlesturs á starfsdögum ÞI í nóvember 2001 sem fjallaði um hvaða þættir hafa áhrif á hvernig þroska- þjálfa vegnar í starfi. Til að fá mynd af stöð- unni innan stéttarinnar var ákveðið að gera könnun meðal þroskaþjálfa, sem fram fór í september 2001. Könnunin var óformleg en niðurstöðurnar gefa þó ákveðnar vís- bendingar um það sem þroskaþjálfum sjálfum þykir skipta mestu máli. Vert er að benda á að til að fá heildarmynd af stöðunni þyrfti að gera umfangsmeiri og formlegri könnun en þessa. Framkvæmd könnunarinnar var á þann veg að send voru í tölvupósti bréf til 45 þroskaþjálfa sem valdir voru af handahófi. Þeir starfa í dagþjónustu eða í sólarhringsþjón- ustu, hjá ríki og sveitarfélögum, búsettir á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. Alls svöruðu 20 þroskaþjálf- ar sem er tæplega 50%. Könnunin var einnig lögð fyrir nemendur á þriðja námsári við þroskaþjálfabraut Kennara- háskóla Islands. I þeim hópi svöruðu alls 6 af 18 nemend- um eða tæp 35%. Tvær spurningar voru lagðar fyrir báða hópana. Þroska- þjálfarnir voru, annars vegar, beðnir um að nefna þrjá til fimm þætti sem hafa jákvæð áhrif í starfi og hins vegar þrjá til fimm þætd sem hafa neikvæð áhrif í starfi. Þroskaþjálfa- nemendurnir voru beðnir um að nefna þrjá til fimm þætti sem þeir telji að muni hafa jákvæð áhrif á hvernig þeim vegnar í starfi sem verðandi þroskaþjálfar og þrjá til fimm þætti sem þeir telji að muni hafa neikvæð áhrif á hvernig þeim vegnar í starfi sem verðandi þroskaþjálfar. Starfsánægja og velgengni í starfi Starfsánægja og velgengni í starfi eru afar víðtæk hugtök og eru margir þættir, persónulegir og faglegir, sem hafa þar áhrif á. Atburðir, fólk og hlutir hafa mismikil áhrif á hvert og eitt okkar og móta það hvernig okkur líður og vegnar hverju sinni. Starfið er mjög stór þáttur lífs okkar og minningar, reynsla og tilfinningar tengdar starfmu eru því fjölbreyttar. Sumir þættir eru sameiginlegir og virka á hóp- inn sem heild t.d. launakjör stéttarinnar, stefna yfirvalda á hverjum tíma og staða fatlaðs fólks í þjóðfélaginu. Aðrir þættir hafa áhrif á okkur á einstaldingsvísu eins og t.d. vinnuumhverfi, samstarfsfólk og persónuleg líðan og heilsa. Einnig geta áhrifavaldar verið ólík- ir frá einum tíma til annars. Það eru því fjölbreyttir þættir sem móta starfsánægju og velgengni, sem tengjast starfsumhverfi annars vegar og persónulegri líðan hins vegar. Sem hluta af starfsumhverfi má nefna: Starfsaðstöðu, vinnutíma, vinnuá- lag, launakjör, umbun og hrós, samstarfsfólk, stuðning í starfi, möguleika til starfsframa og endurmenntun. Til persónulegra þátta teljast atriði eins og: Heilsufar og almenn líðan, metnaður, lífsviðhorf, viðhorf til starfsins, sjálfsmynd, aldur, reynsla og þekking. Almennt er talið að vellíðan starfsmanna sé lykillinn að starfsánægju. Oll þau atriði sem nefnd hafa verið hér að framan geta í raun átt við hvaða starf sem er. Sérstaða þroskaþjálfa og annarra um- önnunarstétta felst m.a. í því að vinnan felur í sér mikla ná- lægð við fólk og krefst þess að við gefum okkur öll í starf- ið. Niðurstöður könnunarinnar I könnuninni var svarendum gefið frjálst val að nefna þætti sem hafa mest áhrif á hvernig þeim vegnar í starfi. I nið- urstöðunum komu fram alls 17 jákvæð atriði sem hafa á- hrif á ánægju þroskaþjálfa í starfi, sjá mynd 1. Áberandi er að gott vinnuumhverfi, möguleikar á endurmenntun og námskeiðsþátttöku og að sjá framfarir hjá hinum fötluðu eru þeir þættir sem flestir nefndu sem hefði jákvæðust áhrif en starfslýsing hefur þar minnst vægi. Við skilgreiningu á vinnuumhverfi voru nefnd atriði eins og góð vinnuaðstaða, jákvæð vinnubrögð, gott faglegt umhverfi og að hafa næði. Endurmenntun og námskeiðsþátttaka felur m.a. í sér að viðhalda fagþekkingunni með því að fá tækifæri til að sækja námskeið, taka þátt í starfsdögum, fylgjast með nýjungum í faginu og að fá nemendur af þroskaþjálfabraut KHI í starfsnám. I niðurstöðunum voru nefndir 14 þættir sem hafa nei- kvæð áhrif, sjá mynd 2. Mikið álag í starfi, léleg mönnun, léleg launakjör auk fjármagnsskorts og úrræðaleysis eru þeir þættir sem flestir nefndu sem neikvæðust áhrif hafa, en sá þáttur að árangur starfsins sé lengi að koma í ljós hefur þar minnst vægi. Mikið álag og léleg mönnun fela m.a. í sér að ekki er 24

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.