Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 21

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 21
Starfsdagar Þroskaþiálf ínn fiskur um hrygg en þroskaþjálfar höfðu frá upphafi verið virkir meðlimir í þeim. Ariðl975 var á Alþingi lögð fram þingsályktunartillaga af Helga Seljan þáverandi alþingis- manni. Tillagan var ekki samþykkt en var lýsandi fyrir andrúmsloft þess tíma og þess sem í hönd fór og var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta undirbúa og leggja fram frumvarp til laga, heildar- skipulag varðandi öll málefni vangefinna. Löggjöfin skal taka mið af þessum meginatriðum: Stefnt skal að því að koma á heildarkerfi og framtíðarskipan í samræmi við við- horf sem ríkja í þessum málum og þær þjóðir byggja á sem lengst eru á veg komnar. Löggjafinn spanni þannig yfir heilsugæslu, kennslu, þjálfun og félagslega þjónustu hvers- konar og samræmi alla þessa þætti undir einni heildar- stjórn“. Sama ár í nóvember skipaði Félag þroskaþjálfa samstarfsnefnd þroskaþjálfa og nemenda Þroskaþjálfaskól- ans sem var falið að knýja á um endurbætur á náminu í anda blöndunar og aðlögunarstefnu. Til að mæta kröfum þroskaþjálfa og nemenda þurfti lagabreytingu og nýja reglugerð fyrir skólann.Við upphaf skólaárs haustið 1976 höfðu náðst fram gagngerar breytingar. Skólinn var að- greindur frá Kópavogshæli og gerður að sjálfstæðri stofnun, námsefnið miðað að starfi með fleirum en fólki með þroskahamlanir og verknám fært nær samfélaginu. Sam- kvæmt starfslýsingum þroskaþjálfa unnar fýrir Félag þroskaþjálfa árið 1977 starfa þeir þá mun víðar en á altæk- um stofnunum, meðal annars á geðdeildum, elliheimilum, sérskólum, barnadeildum, sambýlum og á sjúkrahúsum. í starfslýsingunum kemur einnig fram að þroskaþjálfar telja það hlutverk sitt að tryggja þroskaheftu fólki mannréttindi. Árið 1978 voru samþykkt á Alþingi lög um þroskaþjálfa sem kveða á um lögverndun á starfssviði og starfsheiti. I iögunum eru starfshættir skilgreindir þannig: „Þroskaþjálf- ar starfa við þjálfun, uppeldi og umönnun þroskaheftra“. Lögverndun starfsréttinda hafði um margra ára skeið verið eitt af helstu baráttumálum þroskaþjálfa, sem ber að skoða í ljósi þess að þroskaþjálfar höfðu á sama tíma skapað sér starfsskilyrði utan altækra stofnanna, við hlið annara fag- stétta. Arið 1979 voru samþykkt á Alþingi Lög um aðstoð við þroskahefta sem tóku gildi í ársbyrjun 1980. Þá er í fyrsta sinn með lögum stuðlað að því að tryggja fötluðu fólki á Islandi sömu lífsskilyrði og öðrum þegnum. Mark- miðsgrein laganna hljóðar svo: „Markmið þessara laga er að tryggja þroskaheftum jafnrétti við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi í samfélag- inu“. f þessum lögum er orðið þroskaheftur notað sem samnefnari yfir fólk með fötlun og skiigreint þannig: „Orð- ið þroskaheftur táknar í lögum þessum hvern þann, sem þannig er ástatt um að hann geti ekki án sérstakrar aðstoð- ar náð líkamlegum eða andlegum þroska“. Til að auðvelda samræmingu á þjónustu var málaflokkurinn settur undir þrjú ráðuneyti, Félags-, Heilbrigðis- og Menntamála. Fé- lagsmálaráðuneytinu var falin yfirstjórn málaflokksins sem er athyglisvert fyrir þær sakir að sú ákvörðun endurspeglaði grundvallar viðhorfsbreytingu löggjafans. Lögin skiptu landinu upp í átta þjónustusvæði sem hvert um sig átti að tryggja þjónustu sem næst heimabyggð, á almennum og sértækum stofnunum. Almennum þjónustustofnunum var gert að sníða þjónustuna að sértækum þörfum fólks með fötlun og tryggja viðeigandi sérfræðiþelddngu svo sem þroskaþjálfun. Þroskaþjálfar gegndu mikilvægu hlutverki í að hrinda lögunum í framkvæmd, ekki síst í leikskóla- og skólakerfinu enda voru þær stofnanir í lykilaðstöðu til að samskipa nýrri kynslóð fólks með fötlun og tryggja börn- um að búa áfram hjá fjölskyldum sínum í stað vistunar á altækri stofnun. Þroskaþjálfar sóttu því inná þennan starfs- vettvang í æ ríkari mæli í byrjun níunda áratugarins. En hugmyndafræði þroskaþjálfa; starfsaðferðir, annað gildis- mat og þekking reyndist framandi á stofnunum sem höfðu mótast í tímans rás af hópmiðaðri þjónustu við almenning. Þjónusta við börn með fötlun krafðist hinsvegar nýrrar þekkingar og einstaldingsmiðaðrar nálægðar. Starfsaðferðir þroskaþjálfa ögruðu þeim stöðugleika sem lengst af hafði ríkt og ollu togstreitu við fagfólk sem frá upphafi hafði verið í fararbroddi á viðkomandi stöðum. Þetta ástand gerði þroskaþjálfum óhægt um vik og þeim varð fljótlega ljóst að lög um þroskaþjálfa ein og sér dygðu ekki til að á- byrgjast starfsöryggi þeirra. Heilbrigðisráðherra gaf því út reglugerð við lög um þroskaþjálfa árið 1987 sem ekki var talin eiga sér hliðstæðu í reglugerðarsmíð á Islandi. Reglu- gerðin kveður á um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa og er nákvæmari útlistun á störfum fagstéttar en áður hafði sést í reglugerð. Þar er ekki aðeins tíundað með hverjum og hvar þroskaþjálfar starfa heldur eru í reglugerðinni beinar lýsingar á starfsháttum og ítrekað kveðið á um hlutverk þroskaþjálfa í mannréttindabaráttu fatlaðra. Ekki fór því á milli mála að þroskaþjálfum var á- fram ætlaður veigamikill hlutur í framgangi málefna fatl- aðra og hann staðfestur með lögformlegum hætti. Nútíð Reglugerðin endurspeglar störf þroskaþjálfa árið 1987 og í aðalatriðum það sem þeir eru að gera enn í dag. I öndverðu stefndu þeir að því að fylgja fólki sem skilgreint er þroska- heft nær samfélagi annarra þegna. Þroskaþjálfar gegna fjöl- mörgum hlutverkum innan málefna fatlaðra, þeir starfa með fólki sem skilgreint er fatlað á einhverjum sviðum, á öllum aldri, þar sem það ber niður hverju sinni og þar sem þroskaþjálfunar er þörf. Þeir starfa sem fyrr jöfnum hönd- um við þjálfun, uppeldi og umönnun. Þroskaþjálfar gegna víða forystu og stjórnunarhlutverkum og ráðgjafahlutverk þeirra í starfi með öðrum faghópum fer sívaxandi. Þroska- þjálfafélag Islands er í dag stéttar- og fagfélag innan banda- lags annarra háskólamenntaðra fagstétta. I þessu litla félagi 21

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.