Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 18

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 18
mál í góðu lagi, hefixr þú skoðun á því? Eru stjórnvöld að koma til móts við þær þarfir sem eru eða eru biðlistar langir og lítið verið að vinna í þeim málum? Eftir því sem ég best veit þá boðuðu hagsmunasamtök fatl- aðra og ýmiss samtök launafólks til fundarins 3. desember síð- astliðinn. Eg taldi mér skylt að mæta á þennan fund bæði vegna hlutverksins sem ég hef og eins af persónulegum áhuga. Mér var ekki boðið að tjá mig á þessum fundi en hefði vita- skuld tjáð mig ef eftir því hefði verið leitað. Ég hef ætíð gert skýran greinarmun á mínu starfi sem embættismaður og því sem mér kann að finnast persónulega. Það er ekki mitt hlut- verk að blanda mér í pólitískar deilur heldur að reyna að inna störf mín eins vel af hendi og mér er unnt. Það getur síðan verið annað mál hvað mér kann að finnast persónulega um þessa hluti eða aðra sem upp kunna að koma í starfi. I mín- um huga er það ákaflega dýrmætt að geta aðgreint þau ýmsu hlutverk sem maður gegnir. Ég trúi því að það sé aðalsmerki góðs fagmanns. Varðandi biðlistana þá liggur fyrir yfirlýsing félagsmálaráð- herra um það að úr biðlistavandanum verði leyst á næstu árum og ég trúi því að svo verði. Hver eru helstu áhersluatriði fram- kvæmdastjóra á þessum tímum? Þau eru mörg eins og endranær, en helst hef ég verið upptekin af ásýnd málaflokksins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að sú mynd sem fólk hefur af þjónustunni sé góð og upp- byggjandi. Ungt fólk sem er að velja sér fram- tíðarstarf lítur mjög til þess hvort starfið hafi jákvæða ásýnd, að það sé „spennandi" og gefi lífsfullnægju. Vegna þessa hef ég óttast að neikvæð umræða á vettvangi fjölmiðla geti dreg- ið úr áhuga fólks á því að koma til starfa hjá okkur. Það er einnig ljóst að með auknu þjónustuumfangi þá mun hver starfsmaður verða dýrmætari og dýrmætari í framtíðinni. Sem mótvægi við neikvæða umræðu þurfum við að draga fram í sviðsljósið þá hluti sem eru vel gerðir víðsvegar um land. Það er hins vegar eins ljóst að ef umræðan hefur alltaf á sér neilevæðan blæ þá mun það eðli málsins samkvæmt kalla á neikvæðni í starfsmannahópunum og neikvæða umræðu þeirra sem þjónustunni tengjast. Við þurfum því að trúa því að stór hluti verka okkar leiði af sér eitthvað gott og birta þá sannfæringu okkar með stöðugum upplýsingum um mikil- vægi og ágæti þess sem við gerum. Hver er framtíðarsýnin? Ég lifi fyrir núið, með reynslu fortíðar en með trú á fram- tíðina. Ég vil vera bjartsýnn, metnaðarfullur og sýna auðmýkt gagnvart þeim verkefnum sem ég tekst á við hverju sinni. Ég trúi því að við getum komið stórum hlutum í framkvæmd ef við viljum og stöndum saman af einlægni. Nú ert þú að hverfa úr starfi hjá Svæðisskrifstofú efitir 18 ár. Hvað tekur við og hvernig telur þú að þú getir á- fram beitt kröftum þínum málefnum fatlaðra til hags- bóta. Ég er nú rétt byrjaður og er ekki almennilega búinn að átta mig á þessum breytingum. Þær eru mjög mildar íyrir mig per- sónulega því ég hef gegnt stöðu framkvæmdastjóra Svæðis- skrifstofunnar í 18 ár. Breytingum íylgja þó alltaf ný sóknar- færi og þau ætla ég að nýta mér. Ég mun í starfi skrifstofu- stjóra í félagsmálaráðuneytinu einbeita mér að enn skilvirkari og einbeittari skipan fjölskyldumála á Islandi. Með þeim breytingum sem verið er að gera á stjórnsýslu félagsmálaráðu- neytisins eru fjölsltyldumál sameinuð ( eina samfellda heild. Hér er um að ræða verkefni sem lúta að félagsþjónustunni í landinu, hina sértæku félagsþjónustu við fatlaða, barnavernd og starfsemi fjölskylduráðs. Hér er því fjöldi tækifæra til að gera góða hluti með góðu samstarfsfólki. Stefnumótun vel- ferðarþjónustunnar til framtíðar er mér ofarlega í huga. Ég bendi á að nauðsynlegt er að horfa til lengri tíma, jafnvel ára- tuga þegar verið er að skipuleggja svona viðkvæma og viða- mikla þjónustu. Eitt þeirra grunnatriða sem skipta máli í þessu sambandi er að notendur þjónustunnar eða væntanlegir notendur hennar geti treyst því að þarfir þeirra séu greindar með faglegum hætti og viðunandi þjónustuúrræði séu til ráð- stöfunar þegar þörf er fyrir hendi. Hér þarf því að lesa vel í allar upplýsingar og vinna öfl- uga og góða áætlanagerð. Það er jafnvel spurning um það hvort ekki sé komin tími til að útvíkka skilgreininguna á félagsþjónustu, almennri og sér- tækri. Að ræða um almennan farveg lífsgæða þar sem fjöl- margir þættir fleiri en bara félagslegir koma að. Ég trúi því að sú þekking og reynsla sem ég hef aflað mér og liðsinni þess góða fólles sem ég hef kynnst muni verða mér drjúgt veganesti inn í þessa framtíð. Curriculum Vitae Menntun: Þroskaþjálfi frá Þ.S.Í. 1980. Félagsráðgjafi frá Diakonhjemmets Sosialhögskole 1983. Nám í fjölskyldu og hjónameðferð 1984. Handleiðsluréttindi frá Norges kommunal og sosialhögskole 1991. Nám í heilsuhagfræði frá Endurmenntunarstofnun H.f. 1996. Nám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntunarstofnun H.I. 1997. Nám í gæðastjórnun frá NOPUS (Nordiska utbildningsprogrammet for ut- veckling av social service) 1997. Meistaranám í alþjóðlegri félagsráðgjöf (IMSW) frá Háskólanum í Gautaborg 1999. Sérfræðingur í félagsráðgjöf með stjórnun sem undirgrein 2001. Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar og síðar Svæðisskrifstofu Reykjaness frá 1984. Kennslustörf: Stundakennsla við Þroskaþjálfaskóla Islands, síðar Kennaraháskólann frá 1990. Stundakennsla við Háskóla Islands frá 1998. ÁSÝND MÁLA- FLOKKSINS GRÍÐAR- LEGA MIKILVÆG 18

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.