Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 31

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 31
Starfsdagar ' : ::' Þroskahjálfínn Frá trúnaðarmannaráðsfundi • Það sama og stéttarvitund - að vita um réttindi og skyldur í starfinu. Þegar ég skoða þessa punkta þá snúast þeir fyrst og fremst um það að hafa sjálfan sig á hreinu og sína fagí- mynd. Að vera sterkur í starfi og hafa sitt fag á hreinu. Að geta unnið með öðrum starfsstéttum án þess að tapa sinni sérþekkingu. Hvað hefur gengið á hjá stéttinni - hver er forsagan ? Þjónusta við fatlaða hefur tekið mjög miklum breytingum á undanförnum áratugum. Einu sinni voru þroskaþjálfar eina fagstéttin sem vann með fötluðum og voru sérmennt- aðir á því sviði. Við unnum í mjög vernduðu starfsum- hverfi sem var á stórum stofnunum. Við höfum á þessum áratugum fært okkur úr þessu verndaða starfsumhverfi og horft upp á nýjar fagstéttir verða til sem hafa sérhæft sig í málefnum fatlaðra. Aukningin hefur verið slík að stundum hefur okkur eklci staðið alveg á sama og okkur fundist nóg um. Samhliða þessu hefur verndaða starfsumhverfið okkar horfið og við höfum þurft að aðlaga okkur að splunkunýju starfsumhverfi í hinu almenna þjónustukerfi. Við höfum þurft að verjast og berjast til að halda okkur við okkar fagmynd og jafnvel þurft að verja hana með kjafti og klóm. Við höfum því þurft að fara í gegnum margar „tilvistar- kreppur“ og þurft að spyrja okkur ýmissa spurninga, t.d. er þörf fyrir okkur, eigum við alltaf að sveigja okkur og beygja eftir þörfum annarra og eigum við endalaust að vera opin fyrir breytingum. Það er náttúrulega vitað mál að við svona áreiti sem við sem fagstétt höfum þurft að taka á móti, þá truflast sjálfs- myndin og fagmyndin og allur kraftur okkar fer í það að verja sig og reyna að halda sér á floti. Væntanlega hefur líka öll umræða undanfarinna ára um yfirfærslu málefna fatlaðra yfir til sveitarfélaga, haft í för með sér óöryggi, því þar koma inn ný viðhorf og nýjir yf- irmenn sem eru örugglega ekki með á hreinu hvað þroska- þjálfun er. Margir þeirra telja að það þurfi bara „góðar konur með stórt hjarta“ í þetta starf. Eg vil halda því fram að engin önnur stétt hafi þurft að ganga í gegnum aðrar eins breytingar og önnur eins áreiti sem þessi, á starfssviði sínu. En í öllum þessum breytingum, vil ég staðhæfa að hægt sé að þakka þroskaþjálfastéttinni fremur en öðrum stéttum, hvernig málefnum fatlaðra er fyrirkomið í almenna kerfinu í dag. Eg velti þó stundum fyrir mér hvort í allri þessari bar- 31

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.