Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 20

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 20
í Þroskaþjálfinn Starfsdagar Helga Birna Gunnarsdóttir Samfylgd og samvinna þroskaþjálfa og fólks með fötiun fagvitund/stéttarvitund Upphaf Arið 1958 var að frumkvæði Landlæknisins á Islandi scofnaður skóli við Kópavogshæli. Skólinn stóð utan við íslenskt skólakerfi, átti sér ekki stoð í lögum og var fjármagnaður með rekstrarfé stofnunarinnar. Nemendur sem útskrifuðust úr þessum skóla hlutu starfsheitið gæslusystir. Kópavogshæli heyrði undir stjórn Ríkisspítala og var á þeim tíma eina ríkisrekna stofnunin fyrir fólk sem skilgreint var þroskaheft á Is- landi. Altæk stofnun, þar sem því fólki var gert að lifa öllu sínu lífi, úr tengslum við þjóðlífið og án sambands við landa sína aðra en starfsmenn stofnunarinnar og sína nánustu í heimsóknartímum, frá klukkan þrjú til fimm á sunnudögum. Markmið Gæslu- systraskólans var að bæta úr brýnni þörf fyrir sérmenntað starfsfólk en þá þegar örlaði á þeim viðhorfum er voru að ryðja sér til rúms í Evrópu og seinna skilgreind samskipan og blöndun. Styrktarfélag vangefinna var stofnað sama ár og skólinn hóf göngu sína. Það gerði kröfu um breytta menntun starfsmanna sem unnu með þroskaheftu fólki og starfsaðferðir sem örvaði færni þess og þátttöku. Skóla- starfið einkenndist af misvísandi skilaboðum sem annars- vegar birtust í vilja til að rjúfa það ástand sem ríkti í mál- efnurn þroskahefts fólks á þessum tíma og hinsvegar dap- urlegum afleiðingum þeirrar aðgerðar að stefna stórum hópi fólks til búsetu á einangraðri heilbrigðisstofnun sem laut lögmálum spítalakerfisins. I starfi var athygli beint að veikindum og hjúkrun eins og á öðrum sjúkrahúsum en skólinn lagði helst áherslu á sálar- og uppeldisfræði, orsak- ir og afleiðingar fatlana og námsefni sem miðaði að ýmis- konar iðju. Þetta ósamræmi reyndist nemend- um þvælið en kallaði jafnframt á gagnrýna afstöðu og kröfu um endurskoðun. Félag Gæslusystra var stofnað árið 1965 fimm árum eftir fyrstu útskrift gæslusystra frá skól- anum. Af lestri fundargerða félagsins frá þeim tíma vekur athygli að gæslusystur töidu þá brýnast að koma skipan á skólastarfið enda forsenda annara breydnga. Á öðrum fundi fé- lagsins var samþykkt ályktun sem send var for- ráðamönnum skólans þess efnis, að þeir hlut- uðust til um löggildingu hans. Eklti tókst þá betur til en svo að skólanum var fundinn laga- stoð árið 1967 í lögum um fávitastofnanir í stað sérstakrar lagasetningar og að finna honum stað innan skólakerfisins. Þessi ráðstöfun gerði gæslusystrum þó mögulegt að öðlast ítök í skólanum árið 1971 þegar skólanum var fyrst sett reglugerð. Skólinn féltk þá í fyrsta sinn skólastjórn sem gæslusystur og nemendur áttu fulltrúa í og þeim þar með tryggð formleg leið tii að hafa áhrif á menntunina. Styrkt- arfélag vangefinna átti einnig fulltrúa í stjórn skólans. Gæslusystur fengu nafni skólans breytt í Þroskaþjálfaskóla Islands og tóku upp starfsheitið þroskaþjálfi. Hlutverk skólans var formlega skilgreint „Að mennta fólk til að gegna uppeldi, umönnun og þjálfun þroskaheftra". Árið 1971 störfuðu þroskaþjálfar þó nærri eingöngu á sértækum stofnunum, gengdu þar fjölmörgum hlutverkum og upp- fylltu nánast allar þjónustuþarfir mismunandi einstaklinga á öllum aldri. En það skipti sköpum að pólitískt andrúrn þessa tíma einkenndist af bjartsýni og kröfum um ntann- réttindi sem gaf vanmetnum hópunt byr til að rísa gegn kúgun og vanmati. Hagsmunasamtökum þroskaheftra óx 20

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.