Mosfellingur - 09.11.2023, Qupperneq 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í 20 ár4
HelgiHald næstu vikna
sunnudagur 12. nóvember
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
Kl. 20: Taize messa í Lágafellskirkju.
Prestur: Sr. Henning Emil Magnússon.
sunnudagur 19. nóvember
Kl. 13: Sunnudagaskóli Lágafellskirkju.
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Prestur: Sr. Hólmgrímur Elís Bragason.
sunnudagur 26. nóvember
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Prestur: Sr. Hólmgrímur Elís Bragson.
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
leiðisljós í kirkjugörðum
lágafellssóknar
Í nóvember hefst undirbúningur
við uppsetningu ljósakrossa á leiði
í kirkjugörðunum. Til að auðvelda
uppsetningu (vegna veðurs) mun
fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en
áður.
ljósin tendruð
Ljósin verða svo tendruð fyrsta sunnu-
dag í aðventu eins og áður. Aðstand-
endur fá sendar frekari upplýsingar og
greiðsluseðla. Allar nánari upplýsingar
gefur Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma
899 2747 og í gegnum netfangið
leidisljos@gmail.com
kyrrðarbænastundir
í lágafellskirkju
Á þriðjudögum kl. 17:30,
byrjendur velkomnir kl. 17:15.
Umsjón hefur Arna Harðardóttir.
lagafel lsk i rk ja . i s
Endilega fylgdu okkur
á samfélagsmiðlunum
facebook & instagram.
Bryndís kjörin forseti
Norðurlandaráðs
Mosfellingurinn Bryndís Haralds-
dóttir, alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins, var á dögunum kjörin
forseti Norðurlandaráðs fyrir árið
2024. Á sama tíma var formennsku-
áætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð
kynnt undir yfirskriftinni Friður
og öryggi á norðurslóðum. Þar er
talað um þörfina á að tryggja öryggi
Norðurlanda og bandalagsþjóða
þeirra á norðurslóðum og jafnframt
að draga úr spennu á svæðinu og
áherslu á friðsamlegar lausnir.
Bryndís hefur setið á Alþingi síðan
2016. Hún er formaður allsherjar-
og menntamálanefndar Alþingis
síðan 2021 og jafnframt verið
formaður Íslandsdeildar Norð-
urlandaráðs frá sama ári. Næsta
Norðurlandaráðsþing verður haldið
að ári í Reykjavík.
Endurnýjun og fjölgun
hleðslustöðva
Í sumar var boðin út uppsetning,
rekstur og fjölgun hleðslustöðva í
Mosfellsbæ. Fjölgun hleðslustöðv-
anna er í samræmi við loftslags-
markmið Mosfellsbæjar sem miða
að því að auðvelda almenningi að
draga úr losun og þar eru umhverf-
isvænni samgöngur mikilvægur
hluti. Hleðslustöðvarnar verða
settar upp á eftirfarandi stöðum:
Jarðlínan: Krikaskóli, Hamrahlíð og
íþróttamiðstöðin við Lágafellsskóla
Rafmáni: Íþróttamiðstöðin að
Varmá. Ísorka: Framhaldsskólinn
í Mosfellsbæ. Orka náttúrunnar:
Helgafellsskóli, Þverholt 2 og
Golfklúbbur Mosfellsbæjar við
Æðarhöfða. Hleðslustöðvarnar
verða átta í heildina og eru tvær
þeirra nú þegar í notkun, við FMOS
og Þverholt 2. Áætlað er að hinar
sex verði tilbúnar til notkunar í lok
nóvember. Meðan á framkvæmdum
stendur verða stöðvarnar við
Varmá og Lágafellslaug tímabundið
óstarfhæfar.
Reykjalundur fagnar 40 ára afmæli lungna-
endurhæfingar um þessar mundir en slík
endurhæfing hófst formlega í núverandi
mynd árið 1983 á Reykjalundi.
Nýlega var haldið upp á afmælið með
glæsilegu málþingi þar sem meðal annars
einn af frumkvöðlunum, Steinunn Ólafs-
dóttir hjúkrunarfræðingur, var heiðruð
sérstaklega fyrir sitt merka framlag til
lungnaendurhæfingar á Íslandi. Þetta 40
ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið
afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið
einstaklega heppinn með metnaðarfullt og
vandað starfsfólk.
um 200 manns í endurhæfingu á ári
Tæplega 200 manns njóta lungnaendur-
hæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir
í 4-6 vikur í senn. Lungnaendurhæfing er
fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan
lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð
lífsgæði vegna mæði og þrekleysis.
Endurhæfing er einnig fyrir lungna-
sjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta
skaðlegum lífsháttum, svo sem að losa sig
við reykingar, bæta hreyfingu eða ná stjórn
á mataræði. Markmið lungnaendurhæfing-
ar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk,
rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis,
auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta,
ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og
breyta lífsstíl varanlega.
steinunn Ólafsdóttir heiðruð
Í tengslum við afmæli lungnaendur-
hæfingar heiðraði Reykjalundur Steinunni
Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing, fyrir framlag
sitt til Reykjalundar og sögu lungnaendur-
hæfingar.
Steinunn var frumkvöðull í endurhæf-
ingarhjúkrun og einbeitt í að stuðla að
betra lífi fyrir fólk með langvinna lungna-
sjúkdóma. Hún hóf störf á Reykjalundi
árið 1984 og starfaði í 20 ár, lengst af sem
hjúkrunarstjóri á lungnadeild Reykjalund-
ar. Steinunn var sannkallaður frumkvöðull
innan endurhæfingarhjúkrunar og kom af
stað þverfaglegri endurhæfingu í lungna-
teyminu, í nánu samstarfi við Björn Magn-
ússon, þáverandi yfirlækni.
Bæta lífsgæði fjölda Íslendinga
Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur
sannarlega komið við sögu við að bæta lífs-
gæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra
og svo mun verða áfram.
„Endurhæfing á Reykjalundi skapar fólki
tækifæri til betra lífs og erum við staðráð-
in í því að halda áfram að nýta okkur þau
tækifæri sem aukin og bætt endurhæfing-
arstarfsemi þjónar í heilbrigðiskerfinu,
samfélaginu okkar til heilla,“ segir Pétur
Magnússon forstjóri Reykjalundar.
Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar og
Steinunn Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingur.
Reykjalundur stóð fyrir málþingi til að fagna áfanganum • Steinunn Ólafsdóttir heiðruð
Lungnaendurhæfing í 40 ár
Hluti af núverandi lungnaendur-
Hæfingarteymi reykjalundar
Sunnudaginn 22. október var haldin guðsþjónusta í
Lágafellskirkju í tilefni af því að 160 ár eru frá því að
Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags
1894 og Hvítabandsins 1895. Hvatti til stofnunar
Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Eftir guðsþjónustuna var haldið að Mosfelli og lagður
blómsveigur að minnsvarða Ólafíu. Það voru Félags-
ráðgjafafélag Íslands, Hvítabandið og Kvenréttindafélag
Íslands sem stóðu fyrir því að heiðra minningu þessarar
merkiskonu og frumkvöðuls á þessum tímamótum.
Í guðsþjónustunni talaði Dr. Sigrún Júlíusdóttir um
Ólafíu og það sem einkenndi mannúðarstörf hennar. Sr.
Henning Emil Magnússon þjónaði. Kór Lágafellssóknar
söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Oddný Sigrún Magnúsdóttir var fulltrúi Lágafellssóknar
þegar kom að því að leggja blómsveiginn að minnis-
merki Ólafíu.
160 ár liðin frá því Ólafía Jóhannsdóttir fæddist • Ólafíumessa haldin í Lágafellskirkju
Blómsveigur lagður að minnis-
varða um Ólafíu Jóhannsdóttur
við minnisvarðann að mosfelli