Mosfellingur - 09.11.2023, Page 12

Mosfellingur - 09.11.2023, Page 12
 - Frítt, frjáls og óháð bæjarblað12 Mosfellingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Eyþór Wöhler hefur gefið út sína fyrstu bók og ber hún heitið Frasabókin. Frasabókin er samansafn rúmlega þús- und frasa, þar má finna ýmis snjallyrði, orð- tök og slanguryrði sem geta glatt alla. Eyþór skrifaði bókina með félaga sínum Emil Erni Aðalsteinssyni og vonast rithöfundarnir ungu til þess að bókin reynist skemmtileg og hnyttin en jafnframt fræðandi. „Markmið okkar með útgáfu bókarinnar er fyrst og fremst að gleðja okkur og aðra en vonandi í leiðinni að brúa ákveðið kyn- slóðabil og fræða landsmenn,“ sagði Eyþór þegar Mosfellingur gaf sig á tal við hann. Talsverður munur milli kynslóða „Við Emil höfum tekið eftir hversu miklu getur munað í málfari og orðalagi milli kynslóða. Það er auðvitað ærið verkefni að finna út hvar munurinn liggur og hvernig hann brýst fram en með útgáfu bókarinnar náum við að skýra út fjölmarga nýmóðins frasa og snjallyrði. Þó að íslenskan sé nær mállýskulaus þá líður okkur stundum þannig að það séu mismunandi mállýskur, munurinn á því hvernig við tölum saman- borið við eldri kynslóðir er talsverður.“ Rithöfundarnir telja að bókin komi út á góðum tíma þar sem dvínandi málkunnátta ungs fólks hefur verið í brennidepli síðast- liðin ár. Þeir vonast til að geta hjálpað ung- mennum að meta mikilvægi íslenskunnar. Líkir íslenskunni við gamla bifreið „Íslenskt tungumál er eins og gamall bíll, það rúllar ekkert endalaust áfram án þess að hugsa um það. Það er mikilvægt að smyrja, setja í skoðun og hugsa vel um tungumálið. Það má alveg setja uppfærslur í málið en svo lengi sem það passar við, líkt og á við í gömlu bifreiðinni,“ segir Eyþór sposkur á svip. Það er ekki langt síðan að bókin kom út en þeir segja bókina hafa fengið góðar móttökur. „Við höfum meðal annars hald- ið fyrirlestra í menntaskólum þar sem við ræddum við nemendur um þróun íslensk- unnar. Þetta framtak hefur fengið virkilega góðar móttökur en við höfum verið bókaðir á fund með Katrínu Jakobsdóttur og bíðum spenntir eftir að tala við forsætisráðherra á tandurhreinni og nýmóðins íslensku,“ segir Eyþór að lokum. Beauty Star Munið að bóka tímanlega fyrir jólin Gjafakort / Gjafaöskjur Snyrtistofan BeautyStar, Sunnukrika 3, s. 868-7827 Starfsárið hjá Lionsklúbbnum Úu fer vel af stað. Nýtt starfsár hófst í ágúst og er fundað í hverjum mánuði. Á fund í október kom góður gestur, Hekla Guðmundsdóttir eigandi Bandvefslosunar ehf og Body Reroll æfingakerfisins, sem fræddi fundargesti um bandsvefslosun. Um miðjan október létu félagar sköpunar- gáfuna blómstra og fóru á Noztru skapandi smiðju og kaffihús þar sem félagar áttu rólega stund með góðu spjalli og málaðir voru hlutir úr keramik. Október er sjónverndarmánuður og þá hefur verið fjallað um gildi hvíta stafsins í fréttamiðlum og boðið til opins fræðslu- fundar í húsi Blindrafélagsins. Mánuður sykursýki Nóvember er mánuður sykursýki. Þá hafa Lionsklúbbar gefið almenningi kost á því að fá ókeypis blóðsykursmælingu. Munu heil- brigðisstarfsmenn sjá um mælingarnar og er læknir á staðnum sem veitir upplýsingar ef þörf krefur. Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ munu bjóða upp á mælingu í Bónus Mos- fellsbæ á Alþjóðlega sykursýkisdeginum þann 14. nóvember kl. 17-19. Lions lætur sig umhverfismál varða og hefur sinnt þeim á ýmsan hátt. Úur útbúa og selja á aðventunni vistvænar leiðisgreinar og er það þeirra stærsta fjáröflun. Því verk- efni hefur verið vel tekið og ekki síst þar sem mikil umræða hefur verið um loftslagsmál og þörf á minnkandi kolefnisspori. Öll innkoma af sölunni fer í styrktarsjóð klúbbsins sem fer svo til góðgerðamála. Klúburinn er á Facebook „Lionsklúbbur- inn Úa“. Nýtt starfsár hjá Úunum hafið með krafti Lionsklúbburinn fundar reglulega • Vistvænar leiðisgreinar Sögur útgáfa gefur út Frasabókina og er hægt að nálgast hana í flestum betri verslunum landsins og inn á vef útgáfunnar, www.sogurutgafa.is. Gefa út Frasabókina • Brúa kynslóðabil • Góðar viðtökur Frumraun Eyþórs á ritvellinum emil örn og eyþór wöhler

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.