Mosfellingur - 09.11.2023, Síða 36

Mosfellingur - 09.11.2023, Síða 36
Í eldhúsinu Rannveig og Bjarni skora á Ingu Ástu Bjarnadóttir að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Mildur kjúklingaréttur - Heyrst hefur...36 Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Elías Þór Viktorsson fæddur 12. júní 2023, foreldrar eru Viktor Guðjónsson og Elísa Kristín Sverrisdóttir, hann á einn bróður, Alexander Emil. Rannveig Eyberg Stefnisdóttir og Bjarni Ásgeirsson deila að þessu sinni með okkur Mosfellingum uppskrift að mildum kjúklinga- rétti. Hráefni • 1 krukka Butter Chicken (PATAK‘S) • 1 krukka Mango Chutney (SHARWOOD‘S) • ¼ l rjómi • salt og pipar • 25 g íslenskt smjör • rifinn ostur • 6-8 bitar kjúklingur Leiðbeiningar Snöggsteikið kjúklinginn á heitri pönnu. Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Hitið saman í potti Butter Chicken og Mango Chutney sósurnar. Bætið úti í rjóma og salti og pipar eftir smekk. Hellið síðan sósunni yfir kjúkling- inn. Hitið í ofni í ca 40 mín við 160-170°C. Stráið yfir rifnum osti í restina og bakið í ca 10 mín til viðbótar. Meðlæti Hrísgrjón, hvítlauksbrauð og gott ferskt salat.   Verðiykkuraðgóðu! ER MIKIÐ AÐ GERA? Nýlega hlustaði ég á flottan fyrirlestur þar sem farið var inn á álagsmenn- ingu sem ríkir á Íslandi. Það er alltaf svo mikið að gera hjá öllum að það er orðin lykilsetning þegar við hittum einhvern út í búð. „Hæ hvað segir þú gott?“ „Hæ, bara fínt en þú?“ „Jú bara gott, er ekki bara nóg að gera og svona? ...“ Hvernig dettum við alltaf í þennan gír og síðan hvenær var þetta töff? Það er mikið að gera hjá öllum en það sem mér finnst vera mikið að gera gæti verið lítið að gera fyrir þér. Við dettum svo oft í þennan meting ómeðvitað um hvort sé meira að gera hjá mér eða þér. Mig langar að skora á þig, kæri lesandi, að hugsa um þetta næst þegar þú hittir einhvern út í búð eða bara á förnum vegi. Hvað getur þú spurt um annað en hvort það sé ekki nóg að gera eða mikið að gera. Ef þú færð spurningu um hvort það sé mikið eða nóg að gera þá skora ég á þig að breyta um umræðuefni. Nú eru jólin að ganga í garð og þau einkennast oft af „mikið að gera dögum“. Getum við skoðað það aðeins, þessi tími á að vera nota- legur tími. Við þurfum ekki að baka allar smákökusortir eða mæta á alla jólatónleika, við getum líka bara tekið rólega stund heima með fjölskyldu eða vinum. Frestunaráráttan að kaupa jólapakka kemur líka sterk inn, ég skora á þig að kaupa allavega einn pakka í nóvember. Njótum stundanna með fólkinu okkar og minnkum álagið á okkur, skoðum hvað við erum að gera og tökum út þann óþarfa sem er yfir okkur, hvað finnst okkur gaman að gera og höldum því inni. Förum vel með okkur! Embla líf Heyrst Hefur... ...að búið sé að loka kaffihúsinu Gloríu í Bjarkarholtinu. ...að Steindi og Auddi verði veislu- stjórar á Þorrablóti Aftureldingar 20. janúar 2024. ...að Herbert Guðmundsson verði í Bankanum á laugardaginn. ...að Gísli Palli hafi orðið fimmtugur á dögunum. ...að Sigurður íþróttafulltrúi sé að hætta störfum á næstu vikum. ...að mest sóttu ferðamannastaðir í Mosó samkvæmt nýjum lista séu Gljúfrasteinn, Helgufoss og Lágafellslaug. ...að búið sé að breyta stóra fletti- skiltinu neðan Krikahverfis í Led auglýsingaskilti. ...að Afturelding hafi selt heimaleik- inn sinn í Evrópukeppninni og leiki því báða leiki næstu umferðar í Slóvakíu í lok mánaðar. ...að Rokkkór Íslands verði með Queen sing-along í Hlégarði föstudaginn 17. nóvember. ...að Eyþór Wöhler sé búinn að gefa út sína fyrstu bók, Frasabókina. ...að IceGuys-þættirnir hafi verið teknir upp í Álafosskvos að miklu leyti. ...að mosfellska rauðvínið Zenato hafi unnið Gyllta glasið annað árið röð. ...að mesti samdráttur í fjölda íbúða í byggingu á landinu sé í Mosfellsbæ, 45,5%, samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. ...að búið sé að leggja til á Alþingi að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ og fái sitt eigið póstnúmer. ...að hinn vinsæli basar félagsstarfs eldri borgara fari fram á Hlaðhömr- um 25. nóv. ...að Kótilettukvöld handboltans verði haldið á föstudaginn. ...að knattspyrnumaðurinn Ásgeir Marteins sé búinn að rifta samningi sínum við Aftureldingu. ...að líkamsræktarstöðin Elding muni ekki opna á nýjum stað eftir lokun að Varmá. ...að hið vinsæla Bókmenntahlaðborð fari fram á bókasafninu miðviku- dagskvöldið 15. nóvember. ...að einn heppinn Mosfellingur hafi unnið 100 þúsund kall í Lottó með miða úr Lukku láka. ...að aðeins 28% Mosfellinga séu jákvæðir í garð borgarlínunnar samkvæmt skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi. ...að Steindi verði með Kahoot- PubQuiz í kvöld í Bankanum. ...að tillaga borgarfulltrúa VG um að sameina Mosfellsbæ og Reykjavík hafi verið skotin niður. ...að Villý og Gunni Birgis eigi von á barni á nýju ári. ...að Axel Lár sé 35 ára í dag. mosfellingur@mosfellingur.is Hjá rannsý og bjarna davíð, Karl og ragnhEiður Bæjarróni ársins 2023 Bæjarróni ársins 2023 hefur verið útnefndur og er það Karl Hjartarson sem hlýtur nafnbótina eftirsóttu. Á myndinni má sjá Karl taka við bikar úr höndum Davíðs B. Sigurðssonar forseta Rónafélags Mosfellsbæjar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur gefanda verðlaunanna.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.