Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 4
120 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 127 Edda Dufþaksdóttir, Eva Jacobsen, Ása Valgerður Eiríksdóttir, Óla Kallý Magnúsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Þórhallur Ingi Halldórsson Kvikasilfur í hári barnshafandi kvenna á höfuðborgarsvæðinu Kvikasilfur er þungmálmur sem er náttúrulegur en losast út í umhverfið við eldgos, brennslu jarðefnaeldsneytis og námuvinnslu. Kvikasilfur safnast fyrir í hafi og vötnum og umbreytist í metýlkvikasilfur. Þetta lífræna form hvarfast auðveldlega við prótein og magnast því styrkur efnisins upp og verður mestur í tegundum sem eru hærra í fæðu- keðjunni. Metýlkvikasilfur frásogast í mönnum, fer auðveldlega bæði yfir blóð-heila þröskuld og í gegnum fylgju. Hærri styrkur í naflastrengsblóði miðað við blóð móður bendir til meiri útsetningar hjá fóstri. F R Æ Ð I G R E I N A R 3. tölublað · 109. árgangur · 2023 123 Einar Stefán Björnsson Klínískar rannsóknir og mikilvægi þess að hafa eigin gögn Góður jarðvegur er til þess að stunda klínískar rann- sóknir á Íslandi. Vöruhús gagna á Landspítala er fullt af verðmætum upplýsingum og gott að stunda fram- skyggnar rannsóknir ef vilji er fyrir hendi. Innviðir eru að mörgu leyti góðir en auðvit- að þyrfti meira fjármagn við rannsóknir, sjúklingar kerfis- bundið teknir inn í rannsókn- ir og upplýsingar skráðar á framskyggnan hátt. L E I Ð A R A R 125 Ingibjörg Gunnarsdóttir Matvæla- og fæðu- öryggi á meðgöngu Fiskur er ráðlagður sem hluti af næringarríku matar- æði á meðgöngu, enda góð uppspretta margra mikil- vægra næringarefna sem hafa hlutverki að gegna við fósturvöxt og taugaþroska. Í ráðleggingunum er mælt með að fiskur sé á borðum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Nýrnahettur (adrenal glands) eru ofan á hvoru nýra og búa til hormón sem eru mannskepnunni alger nauðsyn í blíðu og stríðu, strax í móðurkviði og ævina á enda. Myndin sýnir hvernig þær sitja í kviðarholinu. 141 Krister Blær Jónsson, Eiríkur Orri Guðmundsson, Margrét Sigurðardóttir, Jón Jóhannes Jónsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Sjúkratilfelli: Lyfjaþolinn háþrýstingur - hjáhnoðuæxli Karlmaður var með þriggja áratuga sögu um lyfjaþolinn háþrýsting, svitaköst, hjart- sláttaróþægindi og járnbragð í munni. Þrátt fyrir endurteknar komur á bráðamóttöku og uppvinnslu á göngudeild var undirliggjandi orsök ekki greind. Síðustu ár hafði háþrýsting- ur versnað og hann þróað með sér sykursýki af tegund 2. Uppvinnsla leiddi í ljós 3 cm hjá- hnoðuæxli utan nýrans. Síðan æxlið var tekið er sjúklingurinn lyfja- og einkennalaus. Krómfíkla- og hjáhnoðuæxli eru sjaldgæf orsök háþrýstings, en mikilvægt er að greina þau vegna hættulegra fylgikvilla. Á FORSÍÐU 134 Hera Birgisdóttir, Thor Aspelund, Reynir Tómas Geirsson Mæðradauði á Íslandi 1976-2015 Mæðradauði á Íslandi er með því lægsta sem þekkist. Konur létust vegna meðgöngunnar, en einnig af versnun undirliggjandi sjúkdómsástands eða ótengdum ástæðum. Árvekni þarf sem fyrr vegna kvenna í áhættuhópum og gagnvart alvarlegum fylgikvillum þungun- ar og barneigna. - Á Íslandi var mæðradauði algengur í fátæku samfélagi fyrri alda af gamalþekktum ástæðum, það er að segja asablæðingum, fæðingakrömpum og barns- farasótt. Veruleg fækkun varð loks eftir miðja 19. öld. M ynd/shutterstock

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.